7.10.2020 | 18:52
Landbúnarráðherra tekur heimspekilegan sprett
Þetta var haft eftir landbúnaðarráðherra í gær:
"Talandi um frelsi sem bændur þrá og hafa að mörgu leyti vegna þess einfaldlega að fólk kýs sér atvinnu, kýs sér búsetu. Það er svona fyrsti kosturinn sem að við getum sagt að fólk hafi frelsi um að velja. Ég held að það sé engin goðgá að ætla það menn kjósi af mörgum ástæðum að stunda sauðfjárbúskap. Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtöl við þau, þar sem þeir segja að þetta er meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu.
Ekki veit ég hvað landbúnaðarráðherra var að hugsa þegar hann lét þessi orð falla í gær á Alþingi.
Er hann kannski nýbúinn að lesa hugleiðingar Tolstojs um bændaánauðina í Rússlandi og hugur hans enn þar? Er hann að vísa til bókarinnar Kúgun kvenna eftir Stuart Mill.? Helmingur bændastéttarinnar eru jú konur.
Nei ég held að hann hafi tekið Lúther á þetta. Maðurinn er frjáls en með leiðsögn frá Guði.
En ef þetta er Lúther og nú satt og rétt hjá Lúther, hvers vegna gildir þetta ekki um annan atvinnurekstur?
Satt best að segja finnst mér eðlilegt að afgreiða þetta sem bull og það á landbúnaðarráðherra ekki að komast upp með. Hann er ekki réttur maður á réttum stað.
Myndin er úr Kverinu sem ég lærði, Veginum eftir Jakob Jónsson. Hún heitir Sáðmaðurinn.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 189772
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."



"Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."
Dráttarvélar, kjarnfóður, tilbúinn áburður, illgresis- og skordýraeitur, heyrúlluplast og olía er flutt hingað til Íslands frá Evrópu til að framleiða hér landbúnaðarvörur.
Og nú vilja mörlenskir sauðfjárbændur greinilega ganga í Evrópusambandið.
6.8.2020:
"Afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda er það lægsta í Evrópu og hefur lækkað talsvert að raungildi undanfarin ár.
Þetta sýna gögn sem Landssamtök sauðfjárbænda tóku saman. Þau byggja á skýrslu frá Evrópusambandinu þar sem fram kemur að rúmenskir bændur fá minnst allra innan sambandsins eða um 485 íslenskar krónur á kílóið.
Verð til íslenskra bænda haustið 2019 var með viðbótargreiðslum 468 krónur fyrir kílóið.
Árið 2013 var verðið tæpar sex hundruð krónur. Landssamtökin segja líka að verð á lambakjöti til neytenda hafi ekki fylgt almennri verðlagsþróun frá árinu 2014.
Að þeirra sögn hefur verðlag hækkað um 12,7% en lambakjötið aðeins um 2,7%. Verð á sauðfjárafurðum er frjálst á öllum sölustigum.
Hluti bænda af því nemur 37% en til samanburðar fá bændur í nágrannalöndunum að jafnaði 45-50% í sinn vasa."
Mörlenskir sauðfjárbændur líta til Evrópusambandsins
Þorsteinn Briem, 7.10.2020 kl. 20:44
Með fullri aðild Íslands að Evrópusambandinu falla niður tollar á íslenskum landbúnaðarvörum í Evrópusambandsríkjunum og þar af leiðandi yrði hægt að stórauka útflutning héðan frá Íslandi á fullunnum landbúnaðarvörum, til að mynda skyri og lambakjöti, til Evrópusambandsríkjanna.



Það á einnig við um fullunnar sjávarafurðir, þannig að atvinna í fullvinnslu í þessum greinum eykst hér á Íslandi með aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er Ísland nú þegar 80% í Evrópusambandinu og kjör íslenskra bænda væru ekki verri ef Ísland væri að öllu leyti í sambandinu.
Of langan tíma tæki að flytja mjólk frá öðrum Evrópulöndum hingað til Íslands með skipum og of dýrt að flytja mjólkina hingað með flugvélum.
Ostar frá Evrópusambandsríkjunum yrðu hins vegar ódýrari í verslunum hér en þeir eru nú en tollar féllu niður á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda lambakjöti og skyri.
Verð á kjúklingum frá Evrópusambandsríkjunum myndi einnig lækka í íslenskum verslunum en kjúklingar og egg eru hins vegar framleidd hér í verksmiðjum.
Tollar á öllum vörum frá Evrópusambandsríkjunum féllu niður hérlendis, til að mynda 30% tollur á kjúklingum og eggjum.
Þar af leiðandi myndi rekstrarkostnaður íslenskra heimila lækka verulega, einnig heimila íslenskra bænda.
Vextir myndu einnig lækka verulega hérlendis og þar með kostnaður íslenskra bænda, bæði vegna lána sem tekin eru vegna búrekstrarins og íbúðarhúsnæðis.
Þorsteinn Briem, 7.10.2020 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.