Bölvun múmíunnar: Doktor Ármann Jakobsson

E37084E6-88E7-4512-B26B-C3EEAD177908
Eftir að hafa lesið/hlustað á bókina  Beðið eftir barbörurunum,  , fannst mér rétt að velja mér lesefni sem tæki ekki eins mikið á mig. Fyrir valinu varð unglingabók eftir doktor Ármann Jakobsson . Bölvun múmíunnar; Fyrri hluti; Njósnasveitin og leynisöfnuðurinn QWACHA.

Bókin er kynnt sem unglingabók, söguhetjurnar Júlía, María og Charlie eru enn á skólaaldri (skólinn kemur þó ótrúlega lítið við sögu). Það er Júlía sem segir söguna. Hún býr í  fornminjasafni með móður sinni sem vinnur við safnið. Þegar sagan hefst,  hefur  forn  múmía  bæst við safnkost egypsku deildarinnar, þ.e. sjálfur Hóremheb ríflega 4000 ára gamall. Múmíunni fylgir sá orðrómur að   á henni hvíli  bölvun. Að þeir sem gæti hennar verði fyrir slysum,  jafnvel dauða. Það er mikið fjallað  um múmíuna í fjölmiðlum. Og auðvitað fer ýmislegt að gerast. Auk barnanna koma við sögu starfsmenn safnsins og enn síðar, eftir að undarlegir hlutir fara að gerast, verðir sem eiga að gæta múmíunnar. Það sem mér finnst aðall Ármanns er hvað hann er góður að skapa persónur og hvernig hann speglar samtímann í bókum sínum. Þessi er engin undantekning en það sem gerir hana þó sérstaka, er að sagan gerist ekki á Íslandi, heldur í einhverju öðru Evrópulandi. En auðvitað reynir hugur lesandans að staðsetja hana, það er eðli hugans. Sú sérstaka glíma er óvinnandi og kemur spennu sögunnar ekki við. Ég veit ekki hvort mér finnst það kostur eða ókostur.

 Mér fannst þetta bæði spennandi og skemmtileg bók. Hún er líka fróðleg því unglingarnir þrír eru þeirrar gerðar að þau ræða sín á milli um mikilvæga hluti og taka afstöðu.

Auðvitað gerist það sem allir óttast, þessari bók lýkur á að Hóremheb er stolið. En þetta er bara fyrri hluti. Ég veit að seinni hluti er kominn út en   

hann er ekki komin á hljóðbók. Ég bíð spennt.

Hvernig vitjar bók lesanda?

Hluti af lestrarupplifun ræðst af því hvernig bókin hittir mann fyrir.  Þessi bók hitti vel á mig, það er ekki nema eitt og hálft ár síðan  ég var í Egyptalandi og skoðaði fornar rústir, pýramída og konungagrafir. Auk þess sem ég gekk um hið víðáttumikla fornminjasafn Kaíró með leiðsögumanni og fannst það litla sem ég kunni í sögu væri komið í einn graut í höfðinu á mér. Ein múmía er nægur dagsskammtur fyrir mig. Mér fannst merkileg upplifun fyrir mig , komna frá sögueyjunni Íslandi að meðtaka sögu þar sem hugsað er í þúsundum ára. 

Myndin er af minjagrip frá Egyptalandi og sýnir hina heilögu scarib-bjöllu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband