Húsbóndinn á Skriðuklaustri

380A374A-7D8F-4FCB-86AD-157449499687
Landnám Jón Yngvi Jóhannsson

Vel heppnuð heimsókn á safn á það til að hlaða utan á sig eins og snjóbolti. Hún ýtir undir forvitni og kallar á lestur.

Á ferð minni um Austurland ekki alls fyrir löngu, kom ég við á Skriðuklaustri. Þar, í hinu veglega húsi, gjöf Gunnars Gunnarssonar til þjóðarinnar, eru nú tvær sýningar. Önnur um skáldið, hin um rannsóknir  Steinunnar Kristjánsdóttur á klausturrústunum. Og svo er húsið sjálf áhrifamesti sýningargripurinn.

Ég hef oft komið þarna áður en í þetta skipti kveikti heimsóknin svo í mér að ég „lagðist í lestur“. Ég ákvað að leita fanga í bók Jóns Yngva Jóhannssonar, Landnám.  Hafði reyndar lesið þá bók áður, en minni mitt er hriplekt.

Þetta er frábær bók. Hún er ekki bara um Gunnar og skáldskap hans, hún setur sögu Gunnars í samhengi við samtíð hans  og stefnur og strauma í Evrópu.

Það liggur gríðarleg vinna í þessari bók, Jón Yngvi rekur ekki bara ævi hans út frá heimildum, hann skoðar skáldskap hans og hugmyndaheim út frá því sem var að gerast í heiminum og hans eigin lífi. Einkum finnst mér mikill fengur í umfjöllun Jóns Yngva á trúarlífi Gunnars. Gunnar var alin upp á strangtrúuðu   heimili og þegar hann tapar   barnatrúnni myndast gap sem hann leitast við að fylla.

Ég ætla ekki að reyna að endursegja efni Landnáms, þetta er löng og efnismikil bók og það er hætta á að þegar tæpt er á einstökum hlutum að samhengið glatist. Mig langar fyrst og fremst að benda á að það er mikil saga og hugmyndasaga sögð í þessu verki.

Ég hafði ekki fyrr lokið lestri Landnáms en ég hóf lestur á Sögu Borgarættarinnar. Hana hef ég ekki lesið áður eða séð myndina og er ekki seinna vænna, því ég er orðin háöldruð og nú stendur til að sýna myndina að nýju eftir að filman hefur verið lagfærð og samin við hana tónlist. Það átti reyndar að vera löngu búið að sýna hana en kóvít hefur hamlað því eins og svo mörgu öðru.

Það var upplifun að heimsækja Skriðuklaustur og nú finnst mér að við  hefðum átt að staldra lengur við.

Ég get ekki lokið þessum pistli án þess að minnast á hið frábæra kaffihlaðborð staðarins. Ekki veit ég hvort það er í anda Gunnars og spegli matarsmekk hans, því þótt Jón Yngvi fjalli ítarlega um líf hans, man ég ekki til þess að hann komi inn á mataræði. 

Myndin er af glugga á Skriðuklaustri. En Franzisca kona Gunnars var mikil blómakona


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Bergþóra. Það er líka mjög áhugavert að lesa bók Halldórs Guðmundssonar um jafnaldrana Gunnar og Þórberg: Skáldalíf. Hann leggur reyndar meiri áherslu á pólitíkina en trúna, og gerir grein fyrir því, hvað leiddi Gunnar að þeirri niðurstöðu, eins og ýmsa fleiri, að best væri f. Norðurlandabúa - þá sem voru andvígir Sovétkommúnismanum - að halla sér að Hitlers-Þýskalandi.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 24.8.2020 kl. 15:30

2 Smámynd: Bergþóra Gísladóttir

Takk Ingibjörg

Hef lesið bók Halldórs og Jóni Yngvi vitnar líka í hana. Kannski les ég hana aftur.

Bergþóra Gísladóttir, 24.8.2020 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 189007

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband