18.5.2020 | 20:26
Marsfjólurnar: Philip Kerr
Það er nokkuð um liðið síðan ég las bókina Marsfjólur eftir Philip Kerr og átti erfitt með að rifja upp efni hennar, þegar til átti að taka, þ.e.s.þegar ég ætlaði að taka mig til við að hugsa í gegnum hana. Gera mér grein fyrir hvað þessi bók gaf mér.
Hún gerist í Berlín á millistríðsárunum, í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar. Philip Kerr er Skoti og þekktur fyrir sögulegar skáldsögur sínar. Bókin minnti mig um margt á bók eftir þýskan höfund, Volker Kutcher, nema mér fannst meira til um bækur hans Kutschers.
Þessi bók heillaði mig ekki, ég átti í erfiðleikum með láta persónur lifna við og sullaðist því gegnum hana án samúðar eða andúðar á söguhetjunum.Þegar ég var komin áleiðis í lestrinum, minnti frásögnin mig meira á harðjaxlinn Dashiell Hammett.
Niðurstaða.
Ástæðan fyrir því að ég valdi bókina var nafn þýðandans, Helga Ingólfssonar, ég var sannfærð un að hann hefði valið góða bók til að þýða.
Líklega er þetta ágætis bók, ég er bara ekki rétti lesandinn.
Myndin er af einu duglegasta Vorblómi okkar, túnfífli!
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 189914
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.