17.5.2020 | 13:52
Himinninn yfir Novgorod
Himinninn yfir Novgorod;Deforges, Régine
Það voru mistök þegar ég valdi að lesa þessa bók. Mér fannst titillinn benda til að þarna væri rússnesk bók á ferðinni og það ýtti við forvitni minni. Ég hef góða reynslu af rússneskum bókum.
Þetta leiðréttist þó fljótlega þegar ég las mér til. Bókin er frönsk og gerist að mestu leyti í Frakklandi. En hún hefst og henni lýkur á rússneskri grund. Það sem réði úrslitum um að ég kaus engu síður að lesa hana, þrátt fyrir misskilninginn, var að hún gerist á miðöldum. Nánar til tekið á dögum Henriks fyrsta Frakklandskonungs(fæddur 1003-dó 1060). Bókin fjallar um þriðju konu hans,Önnu frá Novgorod (Novgorod kallast í norrænum heimildum Hólmgarður). Anna varð drottning í Frakklandi 1051. Bókin fjallar fyrst og fremst um lífið við hirðina og ástalíf konungs-hjónanna. Það var að því leyti sérstakt að að Henrik var samkynhneigður en þurfti stöðu sinnar vegna að skaffa ríkinu erfingja.
Það var skrýtið að lesa þessa bók sem fjallar um drauma ungrar konu,ýtarlegar lýsingar á kynlífi í bland við stjórnmál þessa tíma. Satt að segja leiddist mér bókin framan af.Ég var spenntust fyrir aldarfarslýsingum hennar en svolítið hikandi því ég vissi ekki hversu mikið mark er á þeim takandi. Mér fannst líka gaman þegar þýðandinn, Þuríður Baxter, af og til bregður sér í gerfi sögumanns og fræðir lesendur um tengingu sögunnar við norræna sögu.
Bókin kom út á Íslandi 1989 og fór sú útgáfa alveg fram hjá mér. Aftur á móti rámar mig í umsagnir um aðra bók eftir sama höfund,Stúlkan á bláa Reiðhjólinu. Hún þótti djörf.
Lokaorð
Eftir á að hyggja er ég ekki viss um að það hafi verið mistök að lesa þessa bók.
Myndin af Önnu er tekin traustataki af Wikipediu.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 189909
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Haraldur harðráði Noregskonungur kvæntist systur Önnu, rússnesku prinsessunni Elísabetu, og Anastasía systir þeirra giftist Andrési I., konungi Ungverjalands.
Lagflestir Íslendingar eru komnir af Haraldi harðráða, undirritaður í 33. ættlið, samkvæmt ættartali.
Þorsteinn Briem, 17.5.2020 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.