11.5.2020 | 19:27
Jakobína: Saga skálds og konu
Ţegar ég hef lokiđ viđ bók Sigríđar Kristínar um móđur sína Jakobínu Sigurđardóttur rithöfund, er mér ţakklćti efst í huga. Mig langar til ađ ţakka fyrir mig. Ég er búin ađ dvelja međ Jakobínu og fólkinu hennar, á Hornströndum, í Reykjavík og Garđi, í ríflega 16 klukkustundir í blíđu og stríđu. Nú langar mig til ađ ţakka fyrir trúnađinn sem mér er sýndur ađ fá ađ gleđjast, hryggjast og vona međ skáldinu og baráttukonunni í Garđi.
Mér finnst vćnst um ađ fá ađ deila međ henni erfiđleikunum. Ţađ er sjaldgćft ađ fá fylgjast međ fólki á erfiđum stundum. Hitta fólk,sem kemur til dyranna eins og ţađ er klćtt. Kćrar ţakkir Sigríđur Kristín Ţorgrímsdóttir.Bókin um Jakobínu er skrifuđ sem sagnfrćđi. Höfundur leitar víđa fanga en Jakobína hafđi fargađ bréfum sem hún hafđi í sínum forum. Engu ađ síđur hafđi höfundur úr miklu efni ađ mođa, ţví samtímafólk Jakobínu var iđiđ viđ ađ skrifast á. Auk ţess ađ vitna úr heimildum hefur Sigríđur Kristín ţann hátt á, ađ hún skáldar samtöl viđ móđur sína. Ţar spjallar hún viđ hana um ţađ sem hún hefur uppgötvađ viđ rannsóknir sínar á heimildum. Ţessar samrćđur ţeirra mćđgna fćra lesandann enn nćr manneskjunni og skáldinu Jakobínu.Bókin er ekki bara um skáldkonuna Jakobínu, hún er saga um samtíđ hennar, saga alţýđukonu sem langar til ađ menntast og verđa skáld.
En ég las ekki bara bókina um Bínu.Ég komst nefnilega ađ ţví ađ ein bók hennar hafđi gjörsamlega fariđ fram hjá mér, hún heitir Sagan um Snćbjörtu Eldsdóttur og Ketilríđi Kotungsdóttur, sem kom út 1959. Ţar leikur Jakobína sér ađ ţví ađ setja ţann hluta af sjálfsstćđisbaráttu Íslendinga sem sumir kalla hernámsmáliđ og andstöđuna gegn NATO upp í ćvintýri líkingu viđ ćvintýri sem hefjast á Einu sinni voru karl og kerling í koti sínu og kóngur og drottning í ríki sínu. Ţetta er pólitískt ćvintýri fyrir fullorđna á undurfögru máli. Ţannig ađ sá sem les eđa hlustar eins og ég geri, finnst eins og hann sé ađ lesa ljóđ. Ţessi frásögn minnti mig á texta frá Gerđi Kristnýju ţegar henni tekst sem best upp.
Eftir ađ hafa notiđ ţessarar frábćru bókar, rifjađist upp fyrir mér ađ ég á sjálf, (jólagjöf frá syni mínum) uppi í hillu litla bók og hljómdisk sem ber nafniđ Vorljóđ á ýli međ lögum eftir Ingibjörgu Azimu viđ ljóđ Jakobínu. Dvöl minni međ skáldkonunni međ ćttir af Hornströndum, lauk međ ţessum frábćra diski. Hann kom til mín í jólaösinni 2014 og ég hafđi aldrei hlustađ almennilega á hann fyrr en nú.
Myndin er af litlu ljóđakveri sem er um leiđ albúm fyrir hljómdisk međ mokkrum ljóđum Jakobínu.
Um bloggiđ
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu fćrslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsiđ
- 19.6.2023 Ţađ er svo gaman ađ vera vondur
- 18.6.2023 Ferđ til Skotlands og Orkneyja
Fćrsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 189907
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.