Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú?

3C3928C9-E17C-46B4-A6D2-64FAABD1BB3BBiskupsfrúr

Af hverju sagði mér enginn frá þessu?hugsaði ég, þegar ég var  langt komin  í fyrsta kaflanum í bókinni Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú? Hvernig gat útkoma þessarar bókar farið fram hjá mér? Ég sem reyni að fylgjast svo vel með. Þetta voru mín fyrstu viðbrögð en ánægja mín með bókina hélt áfram að aukast eftir því sem lengra dró.

Bókin; Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú? er sagnfræðileg bók eftir Hildi Hákonardóttur. Hún er að rannsaka sögu biskupsfrúnna í Skálholti. Rannsóknin nær að sjálfsögðu einungis til tímans eftir siðaskiptin, því fyrir þann tíma voru biskupar ekki giftir, þeir áttu fylgikonur.

Í þessari bók er fjallað um 9 konur og er  bókin hugsuð sem fyrri bók af tveimur. Það kemur víst fáum á óvart að það  hefur  lítið  varðveist af heimildum um þessar konur. Þess vegna beitir Hildur þeirri aðferð að grafa upp heimildir um þær með því að skoða heimildir um fólk sem tengist þeim og er þeim nákomið. Karla að sjálfsögðu. Þegar hún hefur fundið grunnheimildir, svo sem fæðingardag, foreldra, systkin, börn og fæðingardag þeirra,  reynir hún að nálgast þær sem manneskjur, eiga við þær samtal. Þá er eins og þær stígi fram úr myrkri fortíðarinnar til að fræða okkur um sig og í sumum tilfellum leiðrétta   fleipur og fordóma, sem þær hafa liðið fyrir.

Þetta er dásamleg bók. Hún fræðir mann ekki bara um konurnar heldur einnig um samtíma þeirra. Mér fannst sérstaklega fróðlegt að lesa um það sem sem snýr  að  trú og hvernig þeim hugnast hinn nýi siður.  Og svo fannst mér margt sem sneri að klæðnaði og hýbýlum fólks bæta við mikilli þekkingu um fortíð okkar.

Lokaorð

Ef þið sem lesið þetta, hafið ekki þegar lesið þessa bók, þá bendi ég ykkur hér með á hana.Hún lyftir andanum.

Bókin er lesin af Ingunni Ásdísardóttur. Hún er ein af mínum uppáhaldslesurum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 189907

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband