20.4.2020 | 21:22
Nú er það svart
Það er gott að hugsa á reiðhjóli. Hugurinn er knúinn áfram að því sem er mikilvægt og nauðsynlegt. Það þarf að halda sig á stígnum og ekki aka á neinn og muna gæta þess að gefa ofurhjólreiðamönnunum að komast framúr. Ea er réttara að segja ofurreiðhjólamönnunum? Ekki reyna að halda í við þá og alls ekki láta þá fara í taugarnar á sér og þaðan af síður hugsa um að þú sért akki nógu góð. Helst dást að þeim. Láta þá auka gleði þína eins og litlu krakkarnir gera sem hjóla á þríhjólunum sínum, tilbúin að koma í kapp. Það er best að hjóla á hjólastígum því þar er búið að einfalda málin. Vandinn verður meiri á göngustígum, þar er að mörgu að hyggja. Hamingjusamar fjölskyldur vilja ganga samsíða og tala saman eins og þær séu heima hjá sér. Þær eiga stíginn. Unglingar ganga eins og svefngenglar og sjá ekkert nema símann sinn. Ég er farin að trúa sögunum um gömlu krónurnar sem gengu prjónandi milli bæja.
Og svo þarf maður að sýna sérstaka varkárni þegar maður mætir mæðrum/feðrum með barnavagn. Oftast mæðrum. Þær eru stundum líka uppteknar af símanum sínum. Og svo eru allir barnavagnar eða næstum allir, svartir. Það er verra að mæta svörtum farartækjum, þau renna saman við gráa gangstéttina í gráma dagsins. Hvers vegna eru allir barnavagnar, eða næstum allir, svartur í dag. Er það ekki slæmt fyrir litlu börnin? A sínum tíma keypti ég okkrtgulan barnavagn handa dóttur minni og strákarnir mínir fengu að vera í hvítri kerru. Auk þess er allt of mikið af svörtum og gráum bílum, þótt það krómi ekki hjólreiðum við. Og jafnvel svört hús.
En nú er ég komin út frír efnið. Ég ætlaði að tala um hvernig maður hugsar á hjóli. Flestir hjólreiðamenn klæða sig skynsamlega, þeir vilja ekki láta keyra á sig. Á reiðhjóli hugsa ég alltaf fallegar hugsanir um þá sem stjórna birginn í og hafa séð til þess að göngu- og hjólastígar lengist og batni.
Já það er gott að hugsa á reiðhjól, því þá er hugurinn frjáls, nema sá hluti af honum sem er bundin við það nauðsynlega.Meginhluti heilans hugsar tímalausar hugsanir. Hjólreiðar kenna manni líka að hugsa um lífið sjálft og spyrja spurninga. Af hverju finnur maður meira fyrir mótvindi en meðvindi? Er það eins og lífið sjálft? Og af hverju eru ekki hugsað fyrir hjólreiðastígum hringinn í kring um landið? Það mætti a.m.k. Leggja þá, þegar verið er að bæta vegi. Væri skynsamlegt að banna að skipuleggja bílveg án hjólastígs. Setja það í lög?
Myndin er úr fjöruferð og snertir ekki hjólreiðar.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 1
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 189907
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.