Brúin yfir Tangagötu: Eiríkur Örn Norðdahl

9ED240E0-FD95-4124-BA3C-1A5EC66A4226
Brúin yfir Tangagötu

Ég trúi því að forhugmyndir , hugmyndir sem maður er með í kollinum áður en maður hefur lestur, geti haft áhrif á sjálfan lesturinn. Ég var því full eftirvæntingar þegar ég tók til að lesa  Brúin yfir Tangagötu eftir Eirík Örn Nordahl. Ég hafði heyrt utan að mér að bókin væri sannur yndislestur en Eiríkur Örn  er  ekki þekktur fyrir  að hlífa lesendum sínum.Ég var á báðum áttum hvort ég ætti að demba mér í lesturinn, því ég var ekki undir það búin að takast á við meiri „illsku“ eins og á stóð. Sjálft nafn bókarinnar kallaði strax fram í huga mér nöfn annarra bóka, Brúin yfir  Kvæfljóti og Brúin á Drínu.

Bókin fjallar um Halldór mann á besta aldri sem býr einn í húsi við Tangagötu, sem er sundurgrafin vegna vinnu við endurbætur. Halldór vinnur í rækjuverksmiðjunni, sem er í vinnslustoppi og hann er allt í einu farinn að velta fyrir sér tilgangi lífsins. Hefur ekki tilgangur hans sem manneskju verið að framleiða matvæli? Er ekki skrítið að hann skuli sakna vinnunnar, sem hann upplifði sem íþyngjandi meðan vinna var. Það er eitthvað bogið við að vera á kaupi við að gera ekki neitt. Nú er verkefni hans fyrst og fremst að fá daginn til að líða. Hugur hans fer út um víðan völl en staldrar oft við hjá konunni í húsinu beint á móti. Það er búið að byggja brú yfir götuna og hann veit að það er nákvæmlega níu og hálft skref til hennar,. Þegar þau hittast og taka tal saman er hann vandræðalegur og veit ekki hvernig hann á að vera. Honum er fyrirmunað að vera eðlilegur og segja hug sinn.

Ég ætla ekki að rekja efni bókarinnar frekar hér .  En hún er skemmtileg og rímar eitthvað svo vel við daginn í dag, t.d. hugleiðingar hans um tilgang lífsins og eðli vinnunnar.

Við bókarlok var ég forvitin um, hvernig og hversu mikið höfundur byggði bókina á eigin lífi. Er Tangagata til á Ísafirði.

Já.is fann hana fljótlega fyrir mig, auk þess komu upp fasteignaauglýsingar um hús til sölu við Tangagötu. Mér leist sérstaklega vel á eitt hús og  var að hugsa um að kanna hvað það kostaði.   Rannsóknir mínar á sannleikanum að baki sögunnar lauk með því að fletta Eiríki Erni upp  og já merkilegt nokk ,hann býr á Tangagötu og ef ég keypti fallega húsið sem er til sölu yrði ég nágranni hans.  

Það var heimskulegt af mér að vera með þessar vangaveltur um hvort bókin væri á einn eða annan hátt ævisöguleg því ég veit að allir höfundar byggja allt sem  þeir skrifa á einn eða annan hátt á eigin lífi.

Þessi bók var sannur yndislestur. Innihaldsríkur yndislestur og án illsku.  

Myndin er að götuteikningu, sem ég sá á gangstétt í Laugardalnum í dag. Teiknari óþekktur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 189906

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband