Þögla barnið : Guðmundur S. Brynjólfsson

20170913_174054Þögla barnið

Þögla barnið eftir Guðmund S. Brynjólfsson er framhald af bókinni   Eitraða barnið sem kom út fyrir tveimur árum. Persónurnar eru þær sömu oghafa lítið breyst. Eyjólfur   Jónsson sýslumaður dettur enn í það og frestunarárátta hans er jafn óþolandi.    Anna Bjarnadóttir kona hans er enn  jafn þolinmóð og glögg á hvað gera þarf. En þá voru aðrir tímar. Hún ber gæfu til að leiða hann og styðja á braut sem hún hefur valið. Í dag væri þetta líklega flokkað sem meðvirkni.  Skúrkurinn Kár Ketilsson er sami óþverrinn.

En sögusviðið er annað. Fyrri bókin gerist á Eyrarbakka og þar í kring, þessi gerist á Vatnsleysuströnd því þar er þriggja ára óupplýst morð. Allir þykjast þó vita hver er hinn seki en það þarf að rannsaka það og rétta síðan. Sýslumaður Gullbringusýslu er vanhæfur og  Eyjólfur er kallaður til.

Ég ætla ekki að rekja þráð sögunnar lengra, því það gæti skemmt lesturinn fyrir væntanlegum lesendum. En mig langar að tala um það sem  mér finnst vera aðall þessarar sögu, en það er lýsing höfundar á Vatnleysuströnd í byrjun 20. aldar. Byggðarlagið bókstaflega lifnar við.

Þegar ég hitti stöllur mínar í bókaklúbbnum, sagði ég þeim frá bókinni og lagði til að  við skyldum lesa hana saman og fara síðan í vettvangsferð með leiðsögn. Ég sé fyrir mér að við gætum reynt að finna kotin, skoða fjárborgina og Kálfatjarnarkirkju. Mikið hlakka ég til. Ég á ekki von á að covid19 breyti neinu um þetta.  Vonandi.

Lokaorð

Ég er nokkuð viss um að það á eftir að koma út ein bók enn. En það er ekkert sem segir að þær gætu ekki orðið fleiri.

Loka – lokaorð

Það er höfundur sjálfur sem les. Hverjum væri betur treystandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 189894

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband