Napóleon: Hermann Lindqvist

 
1BDDBFE8-A553-439C-803F-AEA54BFD155FNapóleon

Örfá orð um langa bók

Hver er skýringin á því að friðarsinninn ég, notar 28 stundir af sínum dýrmæta tíma til að lesa um  stríðsmanninn Napóleon? Kannski er skýringin sú að hugur minn var enn staddur í Frakklandi

eftir að ég hafði lesið bók Árna Snævarrs um Paul Gaimard, Þegar  ég rak augun í að það er búið að lesa inn á hljóðbók ævisögu hins nafntogaða Napóleons Bonapartes, sá ég það sem tækifæri til að dvelja lengur á franskri grund.  Bókin er eftir  Svíann Hermann Lindqvist og það er Borgþór Kjærnested sem þýðir hana. En fyrir þá sem ekki vita, tengist konungsætt Svía Napóleon á fleiri en einn veg. Annars vegar í gegnum kjörson hans, son Jósefínu og hins vegar gegnum fjandvin hans Bernadotte sem tók að sér að verða konungur Svía eftir að hafa lengi verið  herforingi í her Napóleons.

Þessi bók fjallar ekki bara um Napóleon, hún er um leið stjórnmálasaga þessara tíma.

Napóleon var fæddur 1769 á Korsíku og dó 1821 á  Sankti  Helenu.  Franska byltingin hófst 1789 (reyndar er nær ómögulegt að tímasetja slíkan atburð) svo Napóleon var tvítugur, herskólagenginn  og kominn í herinn. Á þessum tíma hafði hann fyrst og fremst áhuga á heimalandi sínu, Korsíku og reyndi að komast þar til valda. Það tókst ekki. Ef það hefði tekist, væri mannkynssagan önnur. Napóleon var framfarasinnaður ungur maður, þegar hann var, sem yfirmaður í franska hernum, beðinn um að sverja þjóðinni hollustueið (áður hafði tíðkast að sverja konunginum eið) var ekkert hik á honum.Hagsmunir hans og frami tengdist eftir það hinum svo kölluðu byltingaröflum. Að lokum varð hann hæst ráðandi, fyrst sem konsúll og síðar keisari. En það kom  aldrei sá tími að hann gæti dundað sér við gæluverkefni eins og að bæta skólakerfi, byggja söfn og fegra París. Þó gerði hann allt þetta og meira til.

Aðalsstéttir Evrópu óttuðust afleiðingar frönsku byltingarinnar og þjóðhöfðingjar  álfunnar sameinuðust gegn Frökkum. Tímabil styrjalda sem kenndar eru við Napóleon hófst. Stríð eru voðaleg og bitnuðu  þá eins og nú fyrst og fremst á þeim sem minnst mega sín.

Allt þetta rekur Hermann Lindqvist og hann rekur líka sögu fjölskyldu Napóleons og kvennamál hans, sem var og er reyndar enn sívinsælt efni. Það er greinilegt að höfundur dáist að hetjunni Napóleon og hann kastar hnútum í Englendinga og segir að þeir hafi stöðug reynt að ófrægja hann, kallað hann skrímsli og komið af stað sögu um að hann hafi verið lítill vexti.  Um leið fræðir hann lesandann um að Napóleon hafi verið 169 sentimetrar  á hæð og því hærri en meðaltal hermanna þess tíma.

 

Mér fannst bæði gaman og fræðandi að lesa þessa bók. Lesturinn gaf mér tækifæri til að til að ígrunda hvað það inniber að vera friðarsinni. Öll þessi stríð, allt þetta ofbeldi og öll þessi sóun styrkir sannfæringu mína um að ofbeldi er aldrei lausnin..

Þegar franska byltingin er skoðuð, en flestir eru nú sammála um, að hún hefur beint og óbeint verið fyrirmynd margra sem vilja stuðla að jafnrétti, finnst mér að horft sé fram hjá kraftinum sem bjó í upplýsingarstefnunni. Í mínum huga eru frömuðir hennar hinar sönnu byltingarhetjur. 

Það er aldrei hægt að dæma fólk eða atburði með mælikvarða dagsins í dag, það er svo margt ólíkt. Mér finnst t.d. grimmt að drengurinn Napóleon var sendur í herskóla 10 ára gamall, hann þekkti engan og kunni ekki einu sinni málið sem var talað í landinu, því á Korsíku var talað mál sem líkist í ítölsku. Það var ekki síður grimmt að taka litla drenginn son Napóleons, frá móður sinni Marie-Louise eftir að keisarinn var sigraður. Banna honum að tala frönsku og reyna að heilaþvo hann, þvo burt allar minningar hans um föður sinn.

 

Lokaorð

Ég hlustaði á þessa bók sem hljóðbók af því ég get ekki lengur lesið en ég gat ekki stillt mig um að fá bókina lánaða á bókasafni til að geta handleikið hana. Þetta er doðrantur, 610 síður, og í henni er fjöldi mynda í lit. Ég get enn skoðað myndir mér til gagns og ég dáist að því hvað myndirnar koma vel út í prentun.

Það er mikill fengur í þessari bók, ég vildi að ég hefði haft slíka bók þegar ég var að læra mannkynssögu í gamla daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 189007

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband