Ljóðin tala við mig um mínar tilfinningar

10A8323D-FD55-4C2F-9CFC-7E161DF1E05B
Ég var svo lánsöm að alast upp á þeim tíma þegar það þótti sjálfsagt að láta börn læra ljóð utanbókar. Ég kann enn mörg ljóð og hrafl úr ljóðum sem ég lærði sem barn ýmist af skyldurækni eða vegna þess að mig langaði til þess. Sum komu bara af sjálfu sér eins og lög sem maður lærir af því þau eru oft spiluð. Flest fólkið á bænum  kunni eitthvað af ljóðum og fann sér tækifæri og áheyrendur til að hafa þau yfir. Syngja við verk sín, t.d. við skilvinduna.

Það gerist oft að þessi ljóð hoppa fram, tala til mín og orða fyrir mig það sem ég er að hugsa eða hvernig mér líður. Sjaldnast man ég ljóðin í heild sinni, heldur eina og eina hendingu. Oft verður það til þess að ég rifja upp allt ljóðið. Stundum verð ég pirruð á að muna ekki og er ekki í rónni fyrr enn ég hef flett því upp.   

Ég hef ekki komist upp á lag með að læra óhefðbundin ljóð, þótt mér finnist þau ekki síður gefandi. Held þó að ég kunni eitt,ljóð Ara Jósefssonar sem  heitir Stríð.

Undarlegir eru menn sem ráða fyrir þjóðum.Þeir berjast fyrir föðurland eða fyrir hugsjón og drepa okkur sem eigum ekkert föðurland nema jörðina enga hugsjón nema lífið.

Líklega er ástæðan fyrir því að ég kann einmitt þetta ljóð, að það gefast allt of mörg tilefni til að rifja það upp.

Undanfarna daga og stundum nætur hef ég verið að hlusta á ljóðabók Gyrðis Elíassonar;Hér vex enginn sítrónuviður. Þvílík unun. Það er Hjalti Rögnvaldsson sem les.

Nú að þessum orðum skrifuðum, held ég að ég hafi lært utanbókar nýtt óhefðbundið ljóð. Það heitir Ljóð frá sænsku strandlengjunni.

Ég sé ekki skóginn fyrir siglutrjánum.        

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Ragnar Björnsson

Stórfínn og sálarstyrkjandi pistill. Takk.

Björn Ragnar Björnsson, 17.3.2020 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 189889

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband