Einu sinni var í austri

C46F0FF8-206F-437F-9159-AE8C02BACE7CIÞað er stundum erfitt að samsama sig fólki sem býr við gjörólíkar aðstæðum þeim sem maður  þekkir. Ástæðan getur verið sú að það lifir í fjarlægu landi, við annað stjórnarfar eða þjóðskipulag. Við þurfum ekki nema að rýna ó eigin sögu til að undrast breytni forfeðra okkar og mæðra. Það er einmitt það sem gerir Íslendingasögurnar svo  heillandi svo ég tali nú ekki um Sturlungu. Oft finnst mér sem mig vanti  forsendur til að skilja   ákvarðanir og breytni sögupersóna minna. Á sama tíma og ég horfist í augu við þessi vandkvæði, veit ég hversu  eftirsóknarvert það er að lesa einmitt þessar bækur, því þær eru líklegastar til að víkka heim minn. 

Einu sinni var í austri

Þetta kann að vera undarlegur inngangur að bók sem gerist í samtímanum en hugleiðingar kviknuðu þegar ég var að lesa bókina, Einu sinni var í austri eftir Xiaolu Guo.

Xiaolu(fædd  1973) er uppalin og menntuð í Kína. Hún flyst til Bretlands 2002 og er nú breskur ríkisborgari. Hún er kvikmyndagerðarmaður og rithöfundur. Í þessari bók segir hún frá uppvexti sínum í Kína.  Saga hennar er svo fjarlæg mínum reynsluheimi að mér verður ósjálfrátt hugsað til okkar gömlu sögu, þegar börn voru borin út. Hún elst upp við mikla fátækt og það sem verra er, höfnun. Fyrst var hún gefin barnlausum  hjónum sem skiluðu barninu til baka.     Líklega vegna eigin fátæktar. Eftir það ólst hún upp hjá föðurforeldrum til sex ára aldurs. Nú kann það að hljóma vel að alast upp hjá afa og ömmu en í hennar tilviki var amman veik og afinn bilaður maður sem beitti konu sína ofbeldi og endaði með því að drepa sig. Þá tóku foreldrarnir hana til sín.  

Faðir hennar er listamaður og móðir hennar vinnur í silkispunaverksmiðju. Menningarbyltingin  hafði verið örlagavaldur í lífi beggja, faðirinn var fórnarlamb, settur í vinnubúðir en móðirin var gerandi,  liðsmaður í her Maós.

Í þessari bók rekur Xiaolu ævi sína og um leið einnig sögu þjóðar sinnar.

Þrátt fyrir harðræðið   sem hún elst upp við er hún sterk og ákveðin. Hún kemst inn í kvikmyndaskóla í Peking í gegn um strangt samkeppnispróf og menntun á heimsvísu. Það hindrar hana samt ekki í að gerast uppreisnarmaður og virkur gagnrýnandi kerfisins. Loks flytur hún til Bretlands og nú skrifar hún á ensku. Ég ætla ekki að rekja  efni þessarar bókar hér og hún sannar fyrir mér hvað ég veit lítið um þetta stóra, fjölmenna ríki. Og eins og ég sagði hér að framan efast ég um forsendur mínar til að skilja.Hvernig getur t.d.móðir slegið á fingur hungraðs barns sem teygir sig eftir kjötbita?

Við lesturinn rifjuðust ósjálfrátt upp fleiri bækur sem ég hef lesið un lífið í Kína.  

Villtir svanir segir sögu þriggja kynslóða.Höfundur hennar Jung Chang (fædd 1952)segir eigin sögu, móður sinnar og ömmu.Líf þeirra allra hafði markast af stríðsátökum.  Þegar maður les slíkar bækur er maður þakklátur  yfir því að að vera Íslendingur.

Ég má til með að bæta við einum kínverskum höfundi sem ég hef hrifist af. Það er Nóbelshöfundurinn Gao Xingjian. Bók hans Fjall andanna. Hún hefur ekki verið þýdd á íslensku (ég las hana á sænsku) og mér finnst hún óviðjafnanleg.

Þessi pistill átti víst að vera um Einu  sinni var í austri, sem ég mæli með. Það er svo gagnlegt að kynnast lífi fólks sem er svo ólíkt okkar lífi.

Skilningur á framandi heimi gerir ráð fyrir  því að manneskjur séu  tifinningalega eins í grunninn, „að hjörtum mannanna svipi saman í Súdan og Grímsnesinu“.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 189003

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband