30.11.2019 | 20:19
Silvurvegurinn neftie Maje Jackson
Leshópurinn minn setti sér fyrir að lesa þrjár glæpasögur fyrir næsta fund.
Ég er ekki alveg viss um hvers vegna sú ákvörðun var tekin en líklega var þó hugmyndin um eitthvað létt, sem ekki þurfti mikilla pælinga við, þarna á sveimi. Áður höfðum við lesið Blá eftir eftir Maja Lunde og Boðun Guðmundar eftir Eirík Stephensen.
Ekki er ég nú alveg viss um að glæpsögur séu léttari og minna krefjandi en aðrar sögur, það á alla vega ekki við um þessar þrjár sem við völdum.Í þessum pistli ætla ég að fjalla um um þá sem ég las fyrst, Silfurveginn.
Silfurvegurinn er eftir Stine Jackson og gerist í Norður Svíþjóð. Byggðin hefur smám saman verið að þynnast, mörg hús standa tóm og eru að grotna niður. Ung stúlka, Lína, hefur horfið sporlaust og faðirinn, menntaskólakennarinn Lelle, er enn að leita að henni þótt það séu liðin þrjú ár. Unglingsstúlka, Meja flytur ásamt móður sinni í byggðarlagið. Hún er borgarbarn og finnst náttúran ekki falleg og hrífandi, heldur upplifir hún hana sem óvinveitta, ljóta og ógnandi.Hún og móðir hennar hafa búið víða en móðir hennar er óreglumanneskja og ekki heil á geði. Meja kynnist þrem bræðrum og verður ástfangin af einum þeirra og flytur inn til hans. Hann býr hjá foreldrum sínum sem reka myndarbú. Þau treysta ekki yfirvöldum og einangra sig. Þau trúa því að lífi þeirra sé ógnað vegna yfirvofandi kjarnorkustríðs og hafa ákveðið skapa sér aðstæður á býlinu svo þau geti lifað af. Þessi fjölskylda minnir um margt á fjölskyldu Tara Westover í Educated, sem ég las nýlega og skrifaði um.
Meja, sem hefur alist upp á þvælingi, sér ekkert athugavert við þessa fjölskyldu, hún hefur aldrei átt eðlilega fjölskyldu og er himinlifandi með að hafa nú loksins fundið ást og öryggi.
LBókin er spennandi og vel skrifuð. Hún lýsir einkar vel þessu hálfyfirgefna norðlenska byggðarlagi. Persónur eru ekki margar, en vel dregnar. Mér finnst ég þekkja þær, að minnsta kosti minna þær mig á fólk sem ég þekki vel. Náttúrulýsingar eru svo vel gerðar að mér finnst ég næstum hafa verið þarna. Ég sé fyrir mér mína brothættu byggð æskuslóðanna. Það sem magnar enn upp andrúmsloft þessarar sögu, er að stundum eru aðstæður þannig að maður veit ekki hvort það er spenna eða hryllingur sem ræður för.
Silfurvegurinn er svo sannarlega bók sem heldur manni við efnið.
Höfundurinn Stine Jackson er sjálf frá Skellefteå, fædd 1983. Bókin var valin besta glæpasaga Svíþjóðar 2018.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 67
- Frá upphafi: 188995
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.