30.10.2019 | 16:42
Heimur guðanna
Af hverju les maður rusl eða léttmeti, þegar góðar bókmenntir eru í boði? Þetta hugsaði ég þegar ég sá, mér til mikillar ánægju, að það var búið að lesa inn Ummyndanir Ovidusar.Bókin kom út 2009 og er þýðing Kristjáns Árnasonar á verki Ovids. Kristján var fæddur 1934 og dó 2018. Hann var þýðandi og skáld. Ovid var fæddur 43 f. Kr. og dó 18 e.Kr. Ég hef saknað þess að eiga ekki aðgang að þessu merkilega verki, en ég verð að reiða mig alfarið á hljóðbækur. Það er Þorleifur Hauksson sem les. Þvílík veisla.
Er nema von að stundum hafi veriðg sagt við mig, að ég sé alger forréttindamanneskja að eiga rétt á að hlusta á bækur.
Það sem heillar
Ég dembdi mér beint í lesturinn. Bókin er með greinargóðum formála sem undirbýr lesandann fyrir það sem koma skal. Ekki veitir af, því að í bókinni opnast lesanda nýr og áður ókunnur heimur.
Ég vildi hafa vakað lengur
Um leið og ég segi áður ókunnur, finn ég fyrir smá sektarkennd. Ég lærði nú latínu á sínum tíma,að vísu bara í einn vetur. Og vissulega fékk ég forsmekk af heimi latínunnar og af leikarskap guðanna. Ósjálfrátt kemur gömul laglína upp í hugann: Ef við hefðum vakað lengur og ... Maður getu víst engu breytt um fortíðina en mikið hefði nú verið gaman núna í þessu samhengi að rifja upp latínuna.
Líf guðanna
Sögurnar eru úr lífi guðanna sem gera sér það að leik að því að grípa inn í líf manna.Í fyrstu fannst mér að ég þyrfti að vita allt um eðli þeirra og ættir en eftir að ég gaf það frá mér, sem óvinnandi veg, fór ég að njóta sagnanna. Ég held að ef það væri á annað borð hægt að draga upp mynd af ættartré Jupíters væri það undarlegt í laginu. Og skógur slíkra trjáa væri myrkviður. Það er því ráðlegging mín, til þeirra sem vilja takast á við að lesa Ummyndanir Ovids að lesa hverja sögu og njóta töfranna, ekkki spilla ánægjunnni með ættfræðilegum pælingum. Auk þess er það gleðileg upplifun að eftir því sem á líður lesturinn skýrist margt, þekking byggist upp. Heimur guða verður til.
En hvað er það sem er svo merkilegt við Ummyndanir Óvíds.
Þetta eru í fyrsta lagi ævintýri þar sem það ómögulega getur gerst. Oft fjalla sögurnar um einhver dýpri sannindi, ég tek dæmi af Öfundinni. Í öðru lagi eru þær afar myndrænar, það er eins og maður sé komin á listsýningu. Þetta fullvissasðist ég um þegar ég fór á sýningu Ólafar Nordal nú um helgina. Hennar myndverk eru að hluta til ummyndanir. Í þriðja lagi eru þær svo glettnar. Þær kalla fram þetta ljúfa innra bros sem er svo notalegt fyrir sálina. Ég ætla að stoppa hér enda engin spekingur í þessum vísindum.
Ég iðrast
Ég ætla að ljúka þessum pistli með því að biðjast afsökunar á því sem ég sagði í byrjun hans, vona bara að einhver hafi enst til að lesa alla leið hingað. Ég
biðst afsökunar á því að tala um, rusl sem gefið er út. Ég ávíta sjálfa mig fyrir að hafa nokkurn tíma hugsað svona. Rithöfundarnir sem hafa lagt sig fram við skrif sín og opnað hug sinn fyrir mér og öðrum lesendum sínum, eiga ekki skilið að nokkur hugsi svona.
Það ber að þakka þeim.
Myndin er af styttu af styttunni var sótt á netið
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 188994
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.