20.7.2019 | 20:27
90 sýni úr minni mínu og Tvöfalt gler:Halldóra Thoroddsen
Það er ekki ekki allskostar rétt að ég hafi einungöis lesið Sturlungu í sumarbústaðnum á Flúðum eins og ég ræddi um í síðasta pistli, ég hafði líka gripið með mér bók Halldóru Thoroddsen, 90 sýni úr minni mínu. Áður hafði ég lesið/hlustað á Tvöfalt gler efir sama höfund. Já og þar þar áður á Katrínu. Allt í öfugri röð.
Af hverju las ég þær ekki jafn óðum og þær komu út?
Fyrst nokkur orð um tvöfalt gler.
Heillandi bók og full af visku.Hvernig geta svona mikil sannindi rúmast í svo þunnri bók? Jafnaldra mín (eða þar um bil) ályktar um lífið sem var, sem er og um framtíðina. Allt er þettta saman komið í einum punkti í huga jafnöldru minnar í sögunni. Þessi bók er heimspekileg og pólitísk um leið. Hnitmiðuð, lágstemmd og lúmskt glettin.
Ég held ég viti núna hvers vegna ég las hana ekki fyrr, bækur koma til manns þegar maður hefur þörf og þroska til að lesa þær.
90 sýni úr minni mínu.
Þesssi bók hefur ekki verið lesin inn sem hljóðbók og þess vegna fór ég bónleið að bónda mínum og hann las hana í í litlum skömmtum. Hann les vel og það sem best var að ég held að hann hafi ekki síður notið þessara litlu frásagna sem hún kallar sýni. Mér fannst ég vera að hlusta á ljóð. Alveg ótrúlega skemmtileg bók og gefandi því hún er full af speki. Ef ég ætti sð búa til lista yfir þjóðskáld Íslands væri Halldóra Thoroddsen ofarlega á þeim lista ásamt nöfnu sinni og ömmu.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 64
- Frá upphafi: 188992
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.