28.3.2019 | 22:31
Wow: Sjaldan er ein báran stök
Sjaldan er ein báran stök. Sama daginn og Wow skilaði inn flugrekstrarleyfi sínu lagði sjónvarpið okkar upp laupana. Hvorugt kom sérstaklega á óvart. Aðdragandinn var í sjálfu sér ekki ólíkur. Í tilviki Wow höfðu farið fram ýmsar þreifingar. Varðandi sjónvarpið, sem maðurinn minn sér um,höfðu einnig verið gerðar ráðstafanir sem vonir voru bundnar við. Í hvorugu tilviki rættust þessar vonir.
Wow og sjónvarpið okkar voru næstum því jafnaldrar. Hvoru tveggja tákn um betri tíma. Upprisa eftir höggið sem þjóðin hafði fengið í andlitið í boði gróðafíkla. Bæði sjónvarpið og Wow höfðu fært okkur gleði. Sjónvarpið færði okkur ánægjuna heim í stofu, Wow flutti okkur til staða þar sem við nutum menningar og ævintýra.
En það er engin ástæða til að leggjast í volæði og þunglyndi. Ég er hundleið á að hlusta á spár og hrakspár fróðra manna um öll þau áhrif sem þetta gjaldþrot kemur til með að hafa á þjóðarbúið. Líklega kostar það hið svokallaða þjóðarbú álíka mikið hlutfallslega að rétta sig af og það kostar okkur að rétta okkur af eftir bilað sjónvarp. Ég sagði hlutfallslega.
Bless sjónvarp, bless Wow. Koma tímar og koma ráð.
Maðurinn minn leysir áreiðanlega þetta með sjónvarpið og ég yrði ekkert hissa þótt fljótlega rísi upp nýtt flugfélag úr öskunni.
Wow - skellurinn er eins og sýnidæmi um okkar ónýtu krónu, sem burgeisar og gróðapungar elska út af lífinu, því þannig geta þeir verið vissir um að kjarabarátta og verkföll nýtist ekki fólkinu. Seðlabankinn sér til þess. Sjálfir reka þeir svo öll sín viðskipti í erlendum gjaldmiðlum.
Svei
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 189892
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel mælt Bergþóra. Koma dagar koma ráð.
Valdimar Samúelsson, 29.3.2019 kl. 15:02
athugasemd hvað
+
herdis gunnlaugsdottir (IP-tala skráð) 31.3.2019 kl. 21:31
athugasemd
herdis gunnlaugsdottir (IP-tala skráð) 31.3.2019 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.