15.5.2017 | 14:54
Kristín Lafranzdóttir og prjónaskapur
Nú hef ég lokiđ ţriđju og síđustu bók Sigrid Undset um Kristínu Lavranzdóttur. Hún ber undirtitilinn Krossinn. Ég kveđ hana og Noreg 14. aldar međ vissum söknuđi og er farin ađ skođa ferđalag međ Dovrebanen um Guđbrandsdal til Niđaróss (Ţrándheim).
Sagan um Kristínu Lafranzdóttur er í ţremur bindum (Kransinn, Húsfrúin og Krossinn) en hún er skipulögđ sem heild og ţannig ber ađ lesa hana. Ósjálfrátt velti ég fyrir mér hvernig til hefur tekist.
Ţađ má líkja skrifum rithöfunda viđ prjónaskap. Fyrst er fitjađ upp, síđan er valiđ munstur og prjónađ áfram svo lengi sem ţarf. Ţá er komiđ ađ úrtöku og frágangi á lausum endum. Ef ég skođa bók Sigrid Undset út frá ţessari samlíkingu, finnst mér ađ vel hafi tekist til međ ađ fitja upp og ađ prjóna grípandi mynstur. Úrtakan er of snubbótt fyrir minn smekk og endarnir eru allt of margir til ađ ţađ sé viđlit ađ ganga frá ţeim.
En aftur ađ bókinni, án líkinga. Í Krossinum er Kristín orđin kona međ stálpuđ börn, syni og Erlendur, stóra ástin í lífi hennar á ekki nema hluta af ást hennar. Ţađ er margt sem togast á í lífi hennar en samt er ţađ framtíđ sona hennar sem skiptir hana mestu. Ţó lifir enn í glćđum ástarinnar.
Ef ég reyni ađ henda reiđur á hvađ fjallađ er um í bókunum um Kristínu, ţá verđur til heill listi.
1. Ástin í öllum sínum myndum. Ástin til föđur og móđur, ástin til barna, ástin til Guđs, ástin til maka.
2. Saga Noregs
3. Náttúran, ţó einkum jurtir
4. Hýbýli, klćđnađur og matur til forna
5. Fćđingar, sjúkdómar og dauđi
6. Trú og trúarsiđir kaţólsku kirkjunnar
Sjálfsagt gćti ţessi listi veriđ enn lengri. Stundum fannst mér höfundur full langorđur ţegar kom ađ hinum fjölmörgu myndum ástar en hafđi ţví meira gaman af ţví sem er neđar á listanum. Eitt hef ég ekki enn taliđ upp, ţađ er persónusköpun höfundar. Undset leggur mikla vinnu í persónusköpun. Ţađ sem einkennir persónur hennar er ađ ţćr eru ekki einfaldar svarthvítar, góđar eđa vondar og ţví oft erfitt ađ taka afstöđu til ţeirra. Ţannig er um persónu ađalpersónunnar, Kristínar, ég veit ekki enn hvernig mér fellur hún. Og hinn gullfallegi Erlendur, sem mér finnst lengst af ađ sé skíthćll, á sínu góđu hliđar.
Bókinni líkur ţegar Kristín er sest í klaustur í Ţrćndalögum og Svarti dauđi er viđ ţađ ađ leggja landiđ í auđn. Ţađ,sem annađ, virđist vel stutt sögulegri ţekkingu.
Ég mun sakna Kristínar og fólksins hennar. Ég er búin ađ horfa á kvikmynd (sem Liv Ullman leikstýrđi) sem er gerđ eftir fyrstu sögunni og mér finnst auđvitađ bókin betri. Enda ekki mögulegt ađ vera sögunni trúr nema ađ taka allar bćkurnar sem heild. Ég hef heyrt ađ nú standi til ađ gera söngleik um Kristínu og hlakka til ađ frétta meira af ţví.
Um bloggiđ
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu fćrslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsiđ
- 19.6.2023 Ţađ er svo gaman ađ vera vondur
- 18.6.2023 Ferđ til Skotlands og Orkneyja
Fćrsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 189876
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.