10.5.2017 | 18:30
Gömul saga og ný
Þá
Þegar ég var við nám í Ósló (1971-1972) varð ég vitni að því í kaffihléi að samnemendur mínir voru allir í þvögu og í hörku samræðum um mynd í Dagbladet (held ég). Myndin var af hjónum á Vesturlandinu og börnum þeirra. Fréttin sem fylgdi, var um að hjónin ættu 10 börn, sem þótti mikið.
Nemendahópurinn sem var að ræða fréttina, hafði skipst í tvennt.
Annar hópurinn sagði að þessi hjón væru dæmalaust óábyrg, þau gætu eflaust ekki séð fyrir þessum barnaskara og samfélagið þyrfti að gjalda fyrir þessa óráðsíu þeirra. Ég hafði grun um að einhver í þessum hópi þekkti til þarna og væri búinn að segja fréttir úr heimabyggð.
Hinn hópurinn, sem reyndar var bara einn maður og því rangt að tala um hóp, hélt því fram að það ætti að verlauna hjónin. Sjáið þið ekki, að þau hafa fært okkur skattborgara framtíðarinnar, sagði hann, fólkið sem kemur til að sjá fyrir okkur?
Ég, útlendingurinn, blandaði mér ekki í þessa norsku umræðu en dáðist að kallinum, því þetta var einn af eldri skólabræðrum mínum og ég hafði aldrei tekið eftir því að hann væri sérstaklega róttækur í skoðunum.
Nú
Þetta atvik rifjaðist upp fyrir mér nú nýlega, þegar ég hlustaði á umræðu um framhaldsskólakerfið. Umræðan snerist fyrst og fremst um kostnað,þrúgandi kostnað, við að mennta nemendur. Það var eins og þetta væri þungur baggi á þjóðfélaginu. Góðverk, nánast gustukaverk stjórnvalda. Það eina sem gæti réttlætt slíkt væri að einkavæða þessa vesalinga, græða á þeim.Þessi armæðutónn er reyndar nálægur þegar kemur að því að ræða um menntun barna sem fullorðinna.
Heima í stofu fyrir framan sjónvarpið, hugsaði ég, Sér fólkið virkilega ekki, að þetta eru upprennandi skattborgarar og því meiri menntun, því betri skattborgarar?
Myndin er til skrauts og hefur ekkert með efnið að gera. Hún er af vettlingi sem ég fann á göngu minni.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 12
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 189887
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég varð undrandi þegar ég kynntist norskri tengdadóttur minni fyrir rúmum 2 árum.Foreldrar hennar eiga 15 börn saman og er hún í miðjum hópnum 54 ára. Öll eru lifandi og búa hjónin ennþá á sveitasetri sínu.
Helga Kristjánsdóttir, 11.5.2017 kl. 03:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.