Smjörklípuvélin

imageÍ gamla daga,þegar ég var ung, framleiddum við stundum smjör á mínu heimili. Við áttum smjörmót og eigið framleiðslunúmer, til að neytendur gætu rakið hvaðan smjörið var. Það er langt síðan. 

Löngu seinna lærði ég orðið smjörklípa. Það hefur með pólitík að gera og maður þarf hvorki mót eða númer til að útdeila slíku smjöri, enda ókeypis vara. Ég fór að hugsa um þetta þegar ég lenti í vandræðum með að finna smjörið á morgunverðarborðinu á hótelinu þar sem ég bý. Var þá bent á undarlegt tæki sem mótar litlar sætar smjörklípur, þegar ýtt er á takka. Hugsaði strax heim, svona tæki gæti nýst sumum í pólotíkinni. 

Mér fannst svo mikið til tækisins koma að ég tók mynd af því. 

En auðvitað er þetta vegna þess að hugurinn er á einhverju pólitísku svamli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Frábært! Mikil eru undur tæknivæðingarinnar sem gera líf okkar auðveldara!

Vésteinn Valgarðsson, 27.10.2016 kl. 15:30

2 identicon

Það var víst amma Davíðs Oddssonar sem fann upp þessa frábæru aðferð.

Hún klíndi smjörklípu á feldinn á kettinum sínum til þess að beina athygli hans frá því sem hann hefði annars tekið eftir.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 27.10.2016 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband