26.10.2016 | 12:37
Á hækjum um Berlín
Er búin að kjósa en hugsa heim. Ég hef aldrei á ævinni verið jafn pólitísk, því nú finn ég æ á eigin skinni hversu miklu máli skiptir að við fáum starfhæfa stjórn sem vill takast á við að endurreisa velferðarkerfi á Íslandi. Ég segi, á eigin skinni því nú þarf ég á hjálp að halda og ég hélt að ég væri búin að vinna mér hana inn, ég hef verið ein af þessum með breiðu bökin, sem borga skatt án efirsjár og trúað því að ég fenginþetta allt launað, ef og þegar ég þyrfti á því að halda. Þannig er því eflaust varið með marga. Ég þekki engan sem ekki vill gott heilbrigðiskerfi.t
En tíminn hér í Berlín er búinn að vera góður. Ég er búinað vera slæm í baki og mjöðm frá því í apríl og gengið við hækju. Allt í einu datt mér í hug að það væri svo sem ekkert verra að vera á hækjum erlendis. Mér fannst ég þurfa að styrkja mig til að detta ekki niður í þunglyndi.
Og tíminn í Berlín er búinn að vera dásamlegur. Tónleikar og leikhús svo ég tali nú ekki um bjór og góðan mat. Nú líður að lokum dvalarinnar og ég bíð spennt eftir úrslitum kosninganna. Ekk þægilega spennt eins og á kappleik eða spurningakeppni. Nú snýst þetta um mitt eigið líf. Hvað verður tíminn á biðlista löng? Fæ ég áfram lyfin sem forða mér frá því að forða mér í lengstu lög frá því að verða alveg blind?
Ég kaus Samfylkinguna áður en ég fór í ferðalagið, því henni treysti ég best þótt það sé á brattann að sækja.
Kosningar eru ekki spaug. Þær eru dýrt spaug.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.