Fyrir hvað er verið að refsa Samfylkingunni?

 image

Stundum finnst mér gott að flækja ekki hlutina, hugsa einfaldar hugsanir, kannski að því er virðist barnalegar. Pólitík þarf ekki að vera flókin. Það eina sem maður þarf að vita er hvernig þjóðfélag við viljum hafa og hverjum þú treystir best til að vinna aað því að koma því á.

Þegar maður les niðurstöður skoðanakannana blasir að það við að Samfylkingunni skal refsað. En fyrir hvað? Af því pólitík skiptir máli hef ég reynt að finna svar eða svör við þessari spurningu.  Og af því að mér finnst eðlilegast að vera opin og ræða af hreinskilni um það sem skiptir mig máli, ef ég á annað borð ræði það, þá get ég sagt það strax að þessar vangaveltur mínar eru ekki síst sprottnar af því að ég hef kosið Samfylkinguna og ég ætla að kjósa hana í komandi kosningum.

Aftur að spurningunni. Mér finnst ekki ólíklegt að sumir óánægðir með hvernig hún stóð að málum þegar Hrunið varð, hún var jú annar ríkisstjórnarflokkurinn. Hrunið kom illa við marga, sumir töpuðu fé og eignum og enn aðrir misstu þá öryggistilfinningu sem þeir höfðu haft og þó sér í lagi traust sitt á stjórnmálamönnum. Enn ef þetta er svarið, hvers vegna eru menn þá ekki að hegna Sjálfstæðisflokknum? Aðkoma hans að fjármálum  og sér í lagi að Hrunmálunum var þó mun meiri en Samfylkingarinnar.

Liggur þá skýringin í því hvernig Samfylkingin stóð að því að rétta við fjármál þjóðarinnar að Hruni loknu? Þá voru margar erfiðar ákvarðanir teknar og það er sjálfsagt ýmislegt út á þær að setja, þetta voru erfiðir tímar og það þurfti að vinna hratt. En ef skýringin liggur þarna, af hverju er ekki Vinstri Grænum refsað líka?

Þriðji möguleikinn er að fólki lítist einfaldlega ekki á núverandi stefnu Samfylkingarinnar og treysti ekki fólkinu sem er í framboði? Það er erfitt að finna svar við þessu, en ég hef skoðað þessa stefnu og borið hana við það sem aðrir flokkar bjóða og mín niðurstaða er að ég ætla að kjósa þennan flokk. Og fólkið? Marga þekki ég  og treysti og aðra hef ég reynt að fræðast um og mér líst vel á. Auðvitað er margt gott fólk í framboði hjá öðrum flokkum, svo þegar til kastanna kemur ræðst niðurstaða mín af stefnunni.

Núverandi stjórnarflokkar bera mikla ábyrgð. Ég sé þá fyrir mér sem flokkana sem gátu ekki látið borgara landsins njóta góðs af einhverju mesta góðæri sem þjóðin hefur lifað. Þeir eru flokkarnir sem hafa lagt sig fram um að rústa velferðarkerfinu og foringjar í forystusveit þeirra hafa orðið vísir af ósannindum og undanbrögðum með eigin peninga. Við getum ekki treyst fólki sem vill að það gildi önnur lög fyrir þá en fólkið í landinu,

Ég get sem sagt ekki svarað spurningunni, fyrir hvað kjósendur ætla að refsa Samfylkingunni og langar að biðja aðra svara þeirri spurningu hver fyrir sig. Það er óþarfi að segja mér svarið, það er einfaldlega of seint. Ég vil kjósa flokk sem stendur fyrir jafnaðarstefnu og gengst við henni.

Ég ætla að kjósa Samfylkinguna, hún er glæsilegur flokkur.

Mín lokaorð eru fengin að láni (að breyttu breytanda) frá einum okkar virtasta stjórnmálamanni. Tími Samfylkingarinnar mun koma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég óska eftir svari við því, hvaða eitur var sett í brunninn og þver byrlaði SF því eitri. Erfiðleikarnir, sem að steðja, eru ekki einungis utanfrá,upplausnin birtist einnig innanfrá.Stefna flokksins virðist hinsvegar vera eins heilsteypt og heilbrigð eins og góðum jafnaðarmannaflokki sæmir.

Örn Erlendson (IP-tala skráð) 16.10.2016 kl. 07:55

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Meirihluti landsmanna vil ekki ganga í ESb!

Jón Þórhallsson, 16.10.2016 kl. 12:17

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Meirihluti landsmanna vill ekki opin landamæri.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.10.2016 kl. 14:09

4 identicon

Heil og sæl Bergþóra.

Það er ekki búið að telja upp ú kjörkössunum.

Ég held að pæling þín sé góðra gilda verð. Persónulega finnst mér að flokkurinn glími við forystukreppu því að Oddný virkar ekki á mig sem afgerandi foringi og það að skipta um formenn á kosningaári skilar ekki góðri útkomu.

Oftast hafa opinberir starfsmenn kosið samfylkinguna í löngum röðum enda stendur hún fyrir það að þenja út ríkisreksturinn. Það gildir líka um fleiri flokka í dag.

Stöðug umræða um að skattleggja atvinnuvegina og þá sem að hafa náð að öngla saman 100 milljónum i gegnum ævina fer ekki vel í fólk. Mér finnst það vanta málefnin hjá samfylkingunni hún hefur enga áþreifanlega stefnu sem að kjósendur geta samsvarað sig við. Það gildir líka um fleiri flokka.

Það verður að segjast eins og er að samfylkingin er enn föst í gömlum hugmyndum um ofurskatta og að allt eigi að skattleggja til þess að standa undir heilbrigiðis- og menntakerfi sem að sýgur til sín mikið fjármagn. Allri eiga að fá allt frítt og sækja á fjármagnið á ákveðna hópa. Það virkar ekki vel núna þegar bullandi velmegun er til staðar og fjöldi manna hefur miklar og góðar tekjur. Það er uppsveifla núna svo svartnættismálflutningur bítur ekki.

Hugleiðing um að láta borgana njóta góðs af er eitthvað sem að hryllir mig. Borgarar eiga að fá góða heilbrigðisþjónustu og almanna þjónustu en þeir eiga líka að nenna að vinna og taka þátt í góðærinu. Við eigum að ala á sjálfsvirðingu þegnanna og til þess að taka þátt í atvinnulífinu. Það er ekki hægt að jafna allt niður á við en það er hægt að tryggja flestum betri afkomu sér í lagi þeim sem að þurfa þess. Því miður leka kerfin okkar of mikið og það þarf meiri og betri framleiðni í heilbrigðis- og menntakerfinu og í þjónustu við aldraða og örykja. Samfylkingin þarf að skýra betur út hvernig hún ætlar að vinna en ekki koma á ballið í fallegum kjól sem að fölnar þegar líður á næsta dag. Þannig virkar flökkurinn á mig. Flokkur sem að gagnrýndi aðra fyrir Panama eignir en nýtur síðan góðs af peningum í skattaskjólum: http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/03/31/samfylkingin-sogd-leigja-husnaedi-af-huldufelogum-i-tortolum-erlendis/

og á sama tíma er flokkurinn að fá rekstrarstyrki frá almenningi í landiu. Er þetta trúverðugt af jafnaðarmannaflokki?

Kveðjur bestar

Guðmundur

Guðmundur (IP-tala skráð) 16.10.2016 kl. 14:46

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir voru að rústa útgerðinni - þetta var allt að færast á færri hendur í þeirra tíð.  Svo leit út fyrir að þeir ætluðu að ríkisvæða hana þegar allt væri komið í hendur þeirra síðustu 2-3.

Auðhringamyndun, það voru þau að gera.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.10.2016 kl. 17:29

6 identicon

Ég held að það sé ekki verið að refsa þeim fyrir hrunið, það er algerlega sjálfstæðis og framsókn sem eiga sök á því.

En stjórnin eftir hrun var skelfileg. Í stað þess að koma heimilunum til bjargar eins og þeir lofuðu þá fóru þeir í EB umsókn og eyddu alltof miklum tíma og orku í það og ég held að toppurinn á vitleysunni hjá þeim voru Árna Páls lögin, þar voru sett lög sem gáfu bönkunum skotleyfi á almenning í landinu. Og þar kom glöggt fram að Árni Páll er eign auðvaldsins og alveg klárt að hann er enginn Jafnaðarmaður, og Samfylkingin er enn með hann innanborðs.

Það sem mér fannst verst við þá ríkisstjórn var að hún breytti engu í grundvallaratriðum og fólk veit að þeir gera það aldrei. Enn er kvótinn í höndum manna sem fengu hann gefins eða afskrifaðan þeir sem keyptu kvóta. Og þegar stóru strákarnir settu allt til andskotans í landinu. Þá voru viðbrögðin þau að grnadskoða smáverktaka og leigubílstjóra sem í dag þora ekki einusinni að stela undan einni samloku á sama tíma og stóru strákarnir halda áfram eins og ekkert sé.

Þetta var liðið sem ætlaði að bjarga öllu en gerði ekkert, allavega ekkert af því sem þurfti að gera.

En fylgi VG er mér alveg hulin ráðgáta og ekki síður fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Það er svo margt sem ég skil ekki.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.10.2016 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband