4.10.2016 | 21:05
Freki kallinn
Hvaðan koma freku karlarnir?
Ég hef oft ergt mig á því hvað sumir karlar eru frekir og komast upp með það. En með sjálfri mér hef ég hugsað sem svo að vandamálið væri á undanhaldi, það væru breyttir tímar.
En um daginn var ég vitni að því að tiltölulega ungur maður fékk frekjukast og hljóp út, hann fékk ekki að stjórna liðinu, hann hafði haft rangt við og gat ekki viðurkennt það. Það var ekki bara ég sem horfi á þetta, öll þjóðin horfði.Við höfum öll fylgst með þessum manni síðan í vor þegar hann hljóp út eftir að hann var staðinn að verki.
Ég var fegin og hugsaði, þá er aftur hægt að fara að tala um pólitík, ekki veitir af. Fjórar vikur í kosningar og mörg mikilvæg mál sem þar að reifa og takast á um. Við búum í lýðræðisríki og það er mikilvægt að tala saman. Það er mikilvægt að geta borið virðingu fyrir stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Líka þeim sem maður er ekki sammála.
En viti menn. Gerist nú ekki það sem allt of oft gerist í tilviki frekra stráka, allir í fjölskyldunni hlaupa til og fara að sleikja úr þeim fýluna. Þetta er allt í lagi góurinn minn, við erum ekkert reið, þú gerðir ekkert af þér, þetta var hinum að kenna. Einhvern veginn svona gengur þetta fyrir sig.
Einhvern veginn svona verða freku karlarnir til.
Svo ég tali nú alveg hreint út. Ég er að tala um fyrrverandi forsætisráðherra Íslands og fyrrverandi formann Framsóknarflokksins. Hvers vegna í ósköpunum er verið að hlaupa á eftir honum? Er allt í lagi að koma fjármunum undan og geyma þá í skattaskjólum? Er allt í lagi að skrökva? Mér finnst það ekki og það væri hreinsun að því að losna við slík fólk út úr pólitík. Ég er þá ekki bara að tala um formann framsóknarflokksins heldur einnig um hina ráðherrana tvo sem láta eins og þetta sé í góðu lagi og komast upp með það.
Hættum að umbera freka fólkið sem vill láta sérstakar reglur gilda fyrir sig.
Myndin er af dúkku sem ég er að hekla.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 189016
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.