Smásögur heimsins: Norður Ameríka

image

Ekki veit ég hvað það er með mig og smásögur. Það er einhver fyrirstaða og ég dreg það alltaf í lengstu lög að lesa þær, jafnvel þótt um uppáhaldshöfunda sé að ræða. Ég þarf að herða mig upp, tala í mig kjark.

Þegar ég heyrði um hina bráðsnjöllu hugmynd að gefa út smásagnasöfn, þar sem hvert hefti væri helgað hverri heimsálfu, hugsaði ég, þetta skal ég lesa. Engu að síður lét ég það dragast í  meira en hálft ár.

Í bókinni eru 13 sögur frá Norður-Ameríku. Suma höfundanna þekki ég en aðra ekki. Þetta er fjölbreyttur hópur, konur og karlar, fólk af ólíkum uppruna og með mismunandi bakgrunn. Hver saga er brot af lífi og saman mynda þær heilan heim. Margar sögur komu mér á óvart, líklega er það eðli smásagna.

Ég ætla ekki að fjalla efnislega um bækurnar,  til þess eru þær of margar og ég get ekki eða vil, gera upp á milli þeirra.

Það er ekki bara að bókin færi okkur þessar sögur, í henni er líka fjallað um smásöguna sem slíka, auk þess fær lesandinn nokkurn fróðleik um hvern og einn höfund sagnanna og aftast er örlítið sagt frá þýðendum. Í hinu knappa formi smásögunnar veldur hver heldur  á . Reyndar er þýðendur alltaf mikilvægir.

Ég hóf þennan pistil á að tala um vandamál mitt gagnvart smásögum. Mig grunar ástæðuna. Engar sögur ganga eins nærri mér og góð smásaga og ég er ekki alltaf tilbúin til að takast á við það.

Í þetta skipti ákvað ég að lesa tvær sögur á kvöldi, hvorki meira né minna. Það gekk vel og þær meiddu mig ekki óbærilega en næst ætla ég að lesa eina á dag. Og ég hlakka til.

Lokaorð

Mér finnst útkoma þessarar bókar eitt það merkasta sem lengi hefur gerst í bókaheiminum. Rúnar Helgi Vignisson, Kristín Guðrún Jónsdóttir og Jón Karl Helgason önnuðust þessa útgáfu. Ég þakka þeim.

Myndin sem fylgir er af bókarkápu. Ég get ekki stillt mig um að vekja athygli hvað álímdir miðar spilla oft útlit fallegra bóka. En líklega er þetta nauðsyn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 188989

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband