6.9.2016 | 21:56
Svona fór um sundferð þá
Ég er ekki góð til gangs en get hjólað. Ég dreif mig í sund, trúi á lækningamátt heitra pott og léttrar hreyfingar. Þegar ég var að stimpla mig inn í gegnum hliðið í sundinu, tókst ekki betur til en svo að ég var ekki nógu snögg í gegnum hliðið og það lokaði á mig. Reffilegur karl sem var að stimpla sig út, kallaði til mín eitthvað á þessa leið:Ég hef aldrei á lífsfæddri æfi minn séð annan eins klaufaskap. Ég reyndi að afsaka mig og sagði: Ég er nú ekki góð til gangs um þessar mundir. Hann svarði um hæl:Ég myndi nú klofast yfir í þínum sporum, síðan snaraðist hann í burt, svo ég hafði ekki tíma til að segja honum að það gæti ég alls ekki. Ekki var mér nú alveg sama um þessi samskipti.
Ég kom mér að þjónustuborðinu til að biðja um aðstoð. Þar var afgreiðslumaður að útskýra baðsiði Íslendinga fyrir útlendum ferðamönnun. Ræðan var nokkuð löng svo ég hafði góðan tíma til að hugsa um uppákomuna við hliðið.
Það var gott, því nú sá ég samskiptin í nýju ljósi. Auðvitað hefði reffilegur karlmaður aldrei farið að eyða orðum á kerlinguna mig, ef hann hefði vitað að þarna færi hálfáttræð farlama manneskja. Mér létti. Ég hlýt að bera aldurinn og verkin vel. Þetta gladdi mig. Auk þess var ræða afgreiðslumannsins um baðsiðina skemmtileg, það er gaman að heyra um alla þessa staði sem maður á að þvo sérstaklega. Það er mikils um vert að vanda orðavalið svo þetta verði ekki beinlínis klúrt. Þegar hann loksins hafði tíma til að opna fyrir mér, var mér glatt í sinni. Ég tók mína venjulegu rútínu í sundinu og komst klakklaust í gegnum hliðið út. Sundið hefur greinilega gert mér gott.
Svona fór um sundferð þá.
Myndina átti ég í fórum mínum og finnst hún gæti átt við:Maður getur alltaf á sig blómum bætt.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 64
- Frá upphafi: 188992
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Islendingar konna enga mannsiði og herramennska er orð sem fullorðar kallrebur þekkja ekki her !
'i Bretlandi hefði þessi maður hjálpað þer eða beðið eftir að sjá að ekkert væri að !
Erla Magna Alexandersdóttir, 7.9.2016 kl. 10:58
Eitt það yndislegasta sem ég hef lesið lengi.
Kristín Aðalsteinsdóttir alþýðuskólinn (IP-tala skráð) 7.9.2016 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.