Kuldi: Ýrsa Sigurðardóttir

 image

Af og til les ég krimma, en hef ég minna og minn gaman af því. Það er ekki vegna þess að það séu skrifaðir verri reyfarar nú en fyrr, það er ég sem hef breyst. En mig langar að fylgjast með, að minnsta kosti því sem íslenskir höfundar skrifa.

Las Kulda Yrsu Sigurðardóttur á hlýjustu dögum sumarsins, nú fyrr í ágúst. Það vr svalandi. Þetta er lipurlega skrifuð bók, þar tvinnast saman tveir þræðir.

Annars vegar er fjallað um Ómar, sem vinnur á lítilli opinberri stofnun. Hlutverk hennar er að skoða gömul mál á upptökustofnunum til að meta, hvort þar kunni að leynist eitthvað í líkingu við það, sem hafði gerst í Breiðuvík.

Hins vegar er lýst lífinu á upptökuheimilinu Króki. Sögumaður er ung stúlka, Aldís, sem  ræður sig þangað 1974. Í lok bókarinnar kemur heildarmyndin í  ljós. Saga Aldísar varpar ljósi á málið, sem Ómar er að rannsaka.

Styrkleikar Ýrsu liggja ekk síst í því, hvað hún dregur upp góðar myndir, öll smáatriði eru á sínum stað. Þetta gerir frásögnina trúverðuri. Annar styrkleiki hennar er, hvað hún er, góð að ná liprum og eðlilegum samtölum. Já, og svo að sjálfsögðu að skapa spennu.

Það sem mér geðjast ekki að, er hvað Ýrsa er vond við persónurnar, sem hún hefur sjálf skapað. Og auðvitað við mig í leiðinni, ég er farin að hafa samúð með þessu fólki og er ekki sama um hvernig farið er með það.

Reyndar er enn annað sem mér líkar ekki í þessari bók, það er sýn hennar á manneskjuna. Það er engu líkara en að sumar manneskjur séu vondar í sjálfu sér, jafnvel börn. Reyndar held ég að höfundurinn sé þarna búinn að tapa sjálfum sér og formúlan búin að taka yfir söguna. Ég vildi óska að höfundurinn gæfi okkur meira af sjálfri sér, þannig yrðu bækurnar enn betri.

 

 Myndin er vetrarmynd,  en tengist ekki þessari sögu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband