Svarti sauðurinn: Augusto Monterroso

 image

Það var einstakt lán fyrir mig að rekast á bók Augusto Monterroso, Svarta sauðinn. Ég segi, lán eða heppni, af því ég vissi ekkert um þennan höfund. Hef líklega aldrei heyrt nafnið, enda er ég svo illa að mér um rómönsku Ameríku að ég fæ svimatilfinningu þegar ég reyni að setja mig inn í sögu og atburði. 

Þetta er ekki stór bók, safn stuttra frásagna sem hann kallar fabúlur. Þær eru um ýmiss dýr með mannlega eiginleika. Ég veit ekki hvort réttara er að kalla þetta dæmisögur, grín eða ádeilur. Það sem einkennir þær er að þær kitla mann með gáska sínum og gera mann svo dæmalaust glaðan. Þetta er bók sem maður getur lesið aftur og aftur og ég er reyndar þegar búin að lesa hana tvísvar. 

Ekki veit ég hvort ég skilji sögurnar til fulls, því sjálfsagt er ádeilan í þeim, ætluð til heimabrúks og þann heim þekki ég ekki.. Augusto Monterroso (1921 - 2003) er fæddur í Hondúras en flutti síðar til Guatamala. Þar tók hann virkan þátt í póltík og varð að flytjast til Mexikó vegna baráttu sinnar gegn einræðisherranum Jorgo Obico. Eftir það bjó hann í ýmsum löndum Suður Ameríku. Þetta er ég allt búin að lesa mér til um og er því þegar örlítið fróðari. 

Það er Kristín Guðrún Jónsdóttir sem þýðir þessa bók og það hlýtur að vera vel gert, því annars væri hún ekki ein hrífandi eins og raun ber vitni.

Myndin sem fylgir er af hvítum hrútum austur í Breiðdal. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 188997

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband