28.7.2016 | 20:26
Brot af ævisögu
Í dag hóf ég lestur á Smásögum heimsins. Ég hef alla tíð átt erfitt með smásögur, þær eru svo krefjandi. Ég ákvað strax að lesa einungis tvær sögur á dag, vil geta melt innihaldið. Til viðbótar hóf ég lestur á Kulda eftir Ýrsu Sigurðardóttur. Þetta er ekkert slor, sem ég er að lesa. Á undan hafði ég lesið tvær bækur eftir Gyrði Elíasson, Lungnafiskar og Suðurglugginn.Lífið er dásamlegt. En hvar væri ég stödd án skáldanna?
Er búin að vera með vinum í viku í sumarhúsi á Arnarstapa. Lækurinn miðar við húshornið og spóinn vellur. Það er úti öll þraut. Einhvers staðar eru einhverjir að tala um forsetakosninigar í Bandatíkjunum og endurkomu Sigmundar Davíðs. Ég er ónæm, en verð þó enn hrygg þegar talað er um hryðjuverkin, sjúkdómseinkenni ástandsins í heiminum.
Á morgun förum við heim og ég á eftir að velta fyrir mér framtíðinni sem bíður Snæfellsnes, þar sem tíminn stendur kyrr, á stundum.
Komst ekki til að sjá leikhúsið í Frystiklefanum , fékk ekki stuðning ferðafélaganna, en hef fyrirgefið þeim. Sætti mig við lýðræðiislegt vald meirihlutans.
Þetta er búin að vera dásamleg ferð. Þegar ég kem heim get ég haldið áfram að lesa Smásögur heimsins og Ýrsu.
Hvunndagurinn tekur við, ég hlakka til.
Myndin er slitur úr gamalli heklubók en tengist ekki Arnarstapa
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.5.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 189953
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.