11.7.2016 | 19:02
Gangandi prjónakonur: Breyttir tímar?
Ég gæti ekki sent eða svarað skilaboðum á símanum meðan ég er að aka bíl, þótt ég ætti líf mitt að leysa. Þaðan af síður gæti ég skoðað Feisbókina meðan ég er að hjóla. Ég furða mig á fólki sem getur þetta, en ég get ekki sagt að mér finnist það aðdáunarvert. Konan sem ég mætti í gærmorgun þegar ég var að hjóla í búðina trommaði þó allt sem ég hef séð í þessa veru hingað til.
Þar sem ég hjóla í útlenska sumarveðrinu í gær sé ég að það kemur ung kona með barnavagn á móti mér. Gangstéttin er ágætlega breið en þó er þörf fyrir að fólk víki til hliðar þegar mæst er. Ég átti ekki von á öðru en stúlkan sæi mig, véki hún til hliðar, en hún gekk áfram með barnavagninn á miðri götunni og að endingu varð ég að fara af baki og leiða hjólið. Þá sá ég að hún var að lesa á símann.
Þar sem ég er gömul kona, hvarflaði hugurinn til fyrri tíma. Í barnæsku heyrði ég oft talað um konur sem voru svo iðnar og miklar prjónakonur að þær gengu prjónandi milli bæja. Aldrei sá ég þó slíka konu. Ég heyrði líka sagt frá konu sem var svo iðin að hún lagði ekki frá sér prjónana þegar maður hennar lét vel að henni í rúminu. Þetta var að sjálfsögðu lygasaga og segir líklega meira um hvað mikið eða réttara sagthvað þessi kona fékk út úr ástalífinu. Þegar ég horfi á fólk rýnandi í símana sína hvað sem á gengur, verður mér hugsað til prjónakvennanna sem aldrei féll verk úr hendi.
Breyttir tímar? Betri tímar?
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 189940
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.