28.6.2016 | 19:07
Ég ferðast ein: Samuel Bjørk
Nú er ég búin að eyða 15 klukkutímum og 54 mínútum af lífi mínu við að lesa bók sem mér leiddist. En hún er spennandi og rígheldur í mann (ég hlusta á bækur en tala samt um að ég lesi). En mér leiðast raðmorð. Ástæðurnat fyrir því eru margar:
1. Söguþráðurinn verður vélrænn
2. Það er allt of margt fólk drepið
3. Mótívið er nær alltaf ótrúverðugt
4. Gerandinn eða gerendurnir eru oftast geðbilaðir. Það út af fyrir sig finnst mér fórdómafullt kjaftæði sem ég trúi ekki á
5. Höfundar teygja oft lopann og það verða til bláþræðir í innri logikk sögunnar.
Ég var að ljúka bókinni, Ég ferðast ein, eftir norskan höfund sem ég þekki ekki. Ég valdi bókina vegna þess að ég er hrifin af Norðmönnum, ætlaði með því að ferðast ódýrt (huglæg merking) til þessa vingjarnlega og fallega lands. Það tókst reyndar, ég er búin að vera þar í 15 klukkustundir og 54 mínútur en þetta var ekki sá Noregur sem ég þekki.
En eins og ég hef þegar sagt, er þetta spennandi bók og maður leggur hana ógjarnan frá sér. Annað sem er jákvætt við bókina eru lýsingarnar á lögregluvinnunni. Samstarfið er gott á vinnustaðnum en óskaplegt stress. Fólkið má ekki einu sinni vera að því að borða, sofa eða fara á klósettið (reyndar eru ekki lýsingar á því).
Ég ætla ekki að rekja efni sögunnar hér, það væri erfitt að gera grein fyrir því án þess að spilla ánægju væntanlegra lesend.
En ég mun halda áfram að lesa glæpasögur þótt mér finnist í raun meira gaman af öðrum tegundum bókmennta. Og það kemur ekki til af góðu. Ég hef um nokkurt skeið verið illa haldin af verkjum (það er bakið) og lesturinn reynist mér betri en nokkur lyf. Reyndar notfæri ég mér hvort tveggja.
Nú er ég búin að lesa mér til um höfundinn, sem heitir í raun Frode Sander Øien og er alvörulistamaður, þekktur tónlistarmaður með meiru. Þetta las ég reyndar ekki fyrr en ég var búin með bókina en það breytir engu um óbeit mína á raðmorðslitteratúr.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 189938
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halló! Vinir, fylgja sannleikann: albafos.wbs.cz/international.html
janwe (IP-tala skráð) 29.6.2016 kl. 08:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.