26.6.2016 | 22:15
Hannesarholt: Arngunnur Ýr og frænkur hennar
Í dag fór ég á opnun sýningar hjá Arngunni Ýr. Fallegar myndir af landinu okkar eins og Arngunnur Ýr sér það. Arngunnur vinnur að hluta til sem leiðsögumaður, þá gefst henni tækifæri til að sjá og skoða. Í mörgum þessum myndum er mikil birta.
ÆEn ég skoðaði ekki bara sýninguna þarna var frábær dagskrá, Bryndís Halla Gylfadóttir og Þórður Magnusson spiluðu verk eftir Ravel, Yrsa Sigurðardóttir las upp úr glæpasögu og Áshildur Haraldsdóttir eftir son Bach (ég man ekki nafnið). Og svo spjölluðu þær saman frænkurnar um Listina með stórum staf og svöruðu spurningum úr sal.
En ég lét mér ekki bara nægja að njóta alls þessa. Ég skoðaði líka húsið Hannesarholt, ekki í fyrsta skipti. Ég verð alltaf svo glöð þegar ég kem í Hannesarholt, það er svo fallegt. Mikið dæmalaust er gaman hvernig til hefur tekist að gera upp þetta gamla hús. Auðvitað njóta þau sem tóku húsið að sér, að þetta hefur í upphafi verið fallegt hús. Ég vildi óska að fleiri gömul falleg hús fengju uppreisn æru.
Þetta var góður dagur.
Myndirnar voru teknar í Hannesarholti í dag
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 189932
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.