Fjárlög:Can I have some more. Sir?

image

Ég er sjálf ekki mikil fjármálamanneskja og það skýtur því skökku við að ég fylgist aldrei betur með störfum Alþingis en þegar kemur að umræðunni um fjárlög. Mér finnst eins og þar sé grunnurinn lagður að velgengni okkar allra. Já mér finnst a.m.k. að þannig ætti það að vera. 

Í þessari fjárlagagerð hef ég fyrst og fremst borið tvö mál fyrir brjósti, það eru málefni öryrkja og eldri borgara og málefni Landsspítalans. Innst inni trúði ég að það yrði brugðist við réttmætum kröfum öryrkja og eldri borgara, ég hélt að það yrði leitt til lykta af því í raun er þetta ekki stórt mál. Ég trúði því líka að nú yrði hafist handa við að rétta við rekstur Landsspítalans af því það er stórt mál og varðar hag svo marga. Svona er ég bjartsýn. 

Enn hef ég ekki gefið upp alla von. Ef ekkert verður að gert varðandi sjúkrahúsin get ég ekki betur séð en ég verði að breyta hugmyndum mínum um starfið sem fram fer á okkar háa Alþingi hvað varðar fjárlagagerðina, því þá er er verið að veikja grunn og rífa stoðir í stað þess að leggja grunn og byggja upp. 

Öryrkjar og eldri borgarar eru kannski ekki sterkur baráttuhópur. Einn er þó sá maður sem hefur verið svo ötull og talsmaður þeirra að eftir er tekið. Það er Björgvin Guðmundsson fyrrverandi þingmaður sem hefur skrifað grein eftir grein. Hann er ekki bara greinargóður, hann er líka réttsýnn og sanngjarn. Ég sem er sjálf eldri borgari, hef góðan tíma til að lesa bókmenntir. Nú ligg ég í Dickens. Ég sé fyrir mér Oliver Twist þar sem hann stendur og réttir fram grautarskálina og spyr kurteislega; "Can I have some more? Sir" 

Skömm þeirra sem sveltu drengina á "vinnuhælinu" mun seint gleymast. Ég vona að sama gildi um stjórnmálamennina ef þeir bregðast ekki við sjálfsagðri bón öryrkja og ellilífeyrisþega um kjaraleiðréttingu. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 190926

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 75
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband