5.5.2015 | 21:54
Að heyra saumnál detta
Mig langar að tala um tónleikana sem ég og maðurinn minn fórum á síðastliðinn fimmtudag hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Við erum með fasta áskrift. Við byrjuðum á þessu þegar við fluttum aftur í bæinn eftir að hafa búið bæði í Borgarnesi og Austur-Húnavatnssýslu. Okkur langaði til að prófa að vera forréttindafólk og völdum þetta. Þetta er ein besta ákvörðun sem tekin hefur verið um ráðstöfun peninga á þessu heimili. Stöðugt eitthvað til að hlakka til.
Fimmtudagurinn í síðastliðinni viku er þar engin undantekning. Ég vissi reyndar svolítið á hverju var von, því hingað voru komnir góðir gestir frá Rússlandi, hjónin Postnikova og Rozhdestvenskíj. Ég hafði heyrt til þeirra áður og féll fyrir þeim. Hún er einhver besti píanóleikari sem ég hef hlustað á. Þangað til núna, hélt ég að mér fyndist hún svona góð, vegna þess að það var svo mikil mýkt í leiknum. Núna fannst mér hún svo góð vegna þess að hún var grimm. Hann er alveg sérstakur stjórnandi, því mér finnst eins og hann kunni listina að láta öll hljóðfærin njóta sín.
Nú finnst mér eins og ég verði að bæta því inn í þessi skrif að ég hef ekkert vit á tónlist, það eina sem ég kann, er að njóta hennar. Á þessum tónleikum voru flutt verk eftir rússnesk tónskáld:
Stravinskíj --- Pulcinella
Rajkhmanínov --- Píanókonsert nr 4 í g-moll
Tsaikovskíj--- Hljómsveitarsvíta nr 3 í G- dúr
Allt var þetta mjög skemmtilegt og þar sem ég er ekki tónlistargagnrýnandi ætla ég ekki að reyna að útskýra hvers vegna mér fannst það. Kannski er ég að skrifa nöfn höfundanna til að ná betur valdi á að segja þau. En er það ekki merkileg tilviljun, að ég sem er að hluta til horfin aftur á 19. öld, skuli fá að hlusta á alla þessa Rússa fædda á 19. öld. Og ekki skaðar að sjálfur stjónandinn og einleikarinn eru samlandar þeirra. Þau eru reyndar bæði nokkuð við aldur svo þau ná í skottið á 19. öldinni.
Að lokum langat mig, kæru lesendur að tala um hvað mér finnst vera hápunktur hvers verks. Það er augnablikið sem kemur rétt áður en stjórnandinn mundar tónsprotan, augnablikið þegar það ríkir algjör þögn og það mætti heyra saumnál detta. Stjórnandinn hefur framkallað þetta augnablik og hlustandinn veit innan í sér hvað bíður hans.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 190339
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.