23.2.2015 | 01:17
Vonarlandið: Kristín Steinsdóttir skrifar um verkafólk á 19 öld
Mér fannst gaman að lesa Vonarlandið. Er áhugamaður um söguna og hef oft ergt mig á því að sagan fjallar oftast um valdamikla karmenn ,sem, sem búa við góð efni. Annað fólk sem slæðist inn í frásagnirnar eru brotamenn og um kynlega kvisti (oftast sögur sagðar þeim ti háðungar og til að skemmta fóki). Það gladdi mig mikið þegar ég frétti af því að Kristín ætlaði að hafa endaskipti á hlutunum og skrifa um bók um aðþýðufólk með þvottakonur í forgrunni. Mér fannst þetta djarft og hóf lesturinn örlítið kvíðin. Tekst henni?
Nú hef ég lokið lestrinum. Bókin Vonarlandið fjallar um konur sem eru orðnar uppgefnar á vinnumennsku, og vilja vera sjálfra sín. Þær fara til Reykjavíkur og snapa vinnu við það sem þá var í boði fyrir konur. Um miðja 19. öld var ekki margt en undantekningalaust erfitt. Vinna við saltfiskverkun, kolaburður, vatnsburður og þvottar. Aðalpersóna þessarar sögu, Guðfinna reynir allt þetta en vinnur mest við þvotta. Við kynnumst vinkonum hennar og fólkinu í kringum hana. Þetta er fólk með vonir og drauma. Það hefur skoðanir og gerir að gamni sínu, rétt eins og við. Og gerir mistök. Því þetta eru lifandi manneskjur en ekki andlitslaus alþýða í kringum höfðingjana eins og svo oft er. Og svo er hægt að velta fyrir sér hvað er mistök, svona eftir á að hyggja.
Þetta er saga um örbirgð og stéttamun. Og glæp. Það verður til spenna. Um það ætla ég ekki að fjalla hér, það eiga kannski einhverjir eftir að lesa þessa bók. Mér fannst hún fjalla um fólk af holdi og blóði og mér fannst eins og það hafi verið þarna. Þó veit ég ekkert um hvort bókin sé alltaf sögulega korrekt.
Ég er Kristínu þakklát fyrir að hafa fært mér þetta fólk. Konurnar í bókinni eru á aldur við langömmur mínar, Jóhönnu, Rósu, Kristborgu og Málfríði. Allt konur sem eru ekki eldri en svo að fólk sem ég þekkti, þekkti þær. Við vitum þó skammarlega lítið um fortíðina.
Þannig týnist tíminn.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.