20.2.2015 | 15:22
Óskalistinn: Það sem er dýrmætast í lífinu fæst ekki fyrir peninga
Til að henda reiður á veruleikanum þurfum við stöðugt að vera að flokka og raða. Taka til. Þegar ég hóf lestur á bókinni Óskalistinn (Grégoire Delacourt), gekk ég út frá því að hún félli í flokkinn ,,vinsældaskáldsaga", að hún væri ein af þessum smellnu erlendu skáldsögum sem maður les meðan þær eru í umræðunni og af því þær hafa selst vel í útlöndum. Að vissu leyti er þetta rétt hvað varðar bókina Óskalistinn, hún var vinsæl og hún var vinsæl í útlandinu og hún virðist vera skáldsaga. Kem að því síðar.
Bókin fjallar um lífsuppgjör 47 ára konu í franskri borg. Að vissu leyti virðast aðstæður hennar vera góðar, hún býr við þokkaleg kjör, rekur handavinnubúð og á mann í öruggri vinnu. Börnin tvö eru flutt að heiman og hún er komin í gegnum erfið ár sem hún átti eftir barnsmissi og erfiðleika í hjónabandi. Hún lifir við ást og öryggi en finnur samt fyrir nagandi óánægju innra með sér þegar hún rifjar upp draumana um væntingar sínar í lífinu.
Bókin er sögð í fyrstu persónu. Konan Jocelyne opnar hug sinn um sína innstu drauma um leið og hún afhjúpar líf sitt fyrir lesandanum og að því er virðist að vissu leyti fyrir sjálfri sér í leiðinni. Hún hefur oft átt í erfiðleikum við að horfast í augu við lífið en þegar hún er að segja frá því opnast smám saman fyrir henni nýr skilningur.
Vinkonur hennar tvær (tvíburarnir) hafa lengi reynt að fá hana með sér í að spila í happdrætti. Loks eftir að hún hefur keypt sér miða, fer hún að velta fyrir sér hvað hún myndi kaupa sér, ef hún fengi vinning. Hún fór að búa sér til óskalista. Þannig er nafn bókarinnar tilkomið.
Satt best að segja leiddist mér bókin framan af og hefði trúlega ekki lokið við hana nema af því ég er að lesa hana fyrir bókaklúbbinn. Mér fannst hún grunn og draumar þessarar konu um lífshamingju fremur ómerkilegir. Þqeir gengu einkum út á útlit, holdafar og fegurð. En í heimi Jocelyne virðist holdafar og fegurð tengjast órjúfandi böndum. Ég átti sem sagt erfitt með að spegla mig í lífi Jocelyne. Það var ekki fyrr en hún fór að búa sér til óskalistann sem ég samsamaði mig við þessa konu. Það rann upp fyrir mér ljós, ég hafði verið með bókina í vitlausum flokki. Þetta er ekki venjuleg skáldsaga heldur sjálfshjálparbók. Eftir þetta las ég bókina mér til ánægju. Svona getur flokkun komið að gagni.
Vandi Jocelyne var var þess eðlis að han var ekki ekki leysanlegur með því sem því sem fæst fyrir peninga. Hann var djúpstæðari. Hún hafði misst móður sína ung og þurft að takast á við lífið án stuðnings. Faðir hennar veiktst líka svo hún varð ein og sjálf að takast að fullorðnast. Ég fann til samúðar með Jocelyne. Mér fannst gaman að lesa vonlausa óskalista þessarar konu. Bókin er kunnáttusamlega skrifuð en satt best að segja skiluðu fjölmargar vísanir í franska menningu sér ekki til mín enda er ég skammarlega illa að mér á því sviði, þrátt fyrir hetjulegar tilraunir frönkukennara míns í MA fyrir margt löngu.
Niðurstaða. Mér fannst þetta ekki skemmtileg bók en varð sáttari við hana eftir að ég áttaði mig á að hún var sjálfshjálparbók. Hún á eflaust erindi til sumra. Ég er bara orðin of gömul fyrir sjálfshjálparbækur og hef reyndar alltaf efast um hvort þær séu hjálplegar.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 189269
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.