Ég stend í þakkarskuld við skáld

 image




Á milli þess að eg les um grimmdina í Egilssögu og fylgist með fólsku nútímans, les ég Gyrði Elíasson. Hann gerir mig hamingjusama. Það er svo mikil léttleiki og heiðskýra í bókunum hans. Þó er sögumaðurinn í sögunum sjálfur oft dapur og það er sjaldan sól. 

Lestur er merkilegt fyrirbæri. Hjá mér hefur hann sjaldan skapað hryggð en oft gleði. Sorgleg bók eykur ekki á hryggð mannssálararinnar, heldur mýkir þann harm sem þar er fyrir og losar um. 

Bókin sem ég var að ljúka heitir Lungnafiskar. Þetta eru stuttar frasögur, prósaljóð eða örsögur. Reyndar veit ég ekkert hvað á að kalla þær en þær eru skemmtilegar og ég hló oft upphátt og það kom mér á óvart því oftast hlæ ég bara með sjálfri mér eða brosi innra með mér. 

Þetta eru stuttar sögur um venjulegt folk við hverdagsllegar aðstæður og ég trúi þeim öllum og hugsa, já svona var þetta. Merkilega oft tekst höfundi að koma mér á óvart og ég trúi frásögninni samt og hugsa. Já, var þetta virkilega svona? Of langar mig til að sagan sé lengri og er svolítið vonsvikin þegar ég hef lestur á næstu sögu. Þessar sögur eru eins og lífið, maður er alltaf að kynnast fólki pínulítið og svo hverfur það úr lífi manns. Oft undarlegt fólk, sem maður maður skilur ekki fyllilega.

Þegar ég les Gyrði, finn ég hvað ég er í mikilli þakkarskuld við skáld. Það er ekki bara gaman að lesa bækurnar hans, það er líka gaman að horfa á þær og handleka þær, þær eru svo fallegar fyrir augað og það er svo þægilegt fyrir hendurnar að handleika þær. Fyrir mig sem hef reynt að læra bókband, eru þær eins draumurinn um hina fullkomnu bók. 

Ég var svo heppin að þegar ég var búin með Lungnafiska, gat ég tekið til við Koparakur. Í henni eru sögurnar dálítið lengri svo ég fæ að vera lengur með persónunum og kynnast þeim betur. 

Og svo get ég náttúrlega snúið mér að því að lesa um Egil Skallagrimsson og lesið um hetjur, konunga stórra atburða.

Ég á létt með að umbera grimmdina og skepnuskapinn í Íslendinfasögunum en tek nærri mér að lesa um stríð, heimilisofbeldi og vanrækslu á börnum í nútímanum. Um þessar mundir les ég einungis bækur sem gera mér gott. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband