15.1.2015 | 23:06
Kamp Knox: Endurmenntum Erlend
Ég er stolt af því að vera búin að ljúka því af að lesa bók Arnaldar sem ég lít á sem skyldulesningu. Finnst eins og ég geti ekki svikið Erlend, enda er hann Austfirðingur eins og ég. Ég er bara orðin svo leið á honum.
Í þessari bók fer hann í lullið og Marion félagi hans er litlu betri. Ég er með stöðugar áhyggjur af vinnubrögðum rannsóknarlögreglunnar, þau eru bæði eitthvað svo inn í sig. Mig langar til að setja þau í endurmenntun.
En að öllu gamni slepptu, þá er það Erlendur sem lætur mann halda tryggð við þessar bækur. Hann er vel dregin persóna og það má reyndar segja það um allar persónur sem Arnaldur teiknar upp í bókunum sínum. Sama má segja um lýsingar hans á andrúmsloftinu og umhverfinu sem hann lætur þær hrærast í.
Þessi bók gerist á tímum hersins, hann er orðinn eðlilegur hluti af íslensku þjóðlífi, en þó að einhverju leyti hættur að vera eins nýr og spennandi og þegar ekkert fékkst og hann bauð upp á svo margt sem við gátum ekki leyft okkur. Arnaldur seilist reyndar inn í þann tíma líka með þvi að láta Erlend vera að grufla í 20 ára gömlu mannshvarfsmáli.
Niðurstaða:Bókin hefði mátt vera meira spennandi fyrir minn smekk, heldur færri endurtekningar og minni málalengingar. Upprifjum æviatriða og fyrri ,,keisa" eru þreytandi fyrir manneskju sem hefur fylgt Erlendi gegnum þykkt og þunnt. Svo ég tali nú ekki um útskýringar sem ég hef grun um að séu ætlaðar ungu fólki (sem þekktu ekki hvernig þetta var í gamla daga) eða e.t.v útlendingum. Og svo er mér full alvara með að ég er orðin leið á Erlendi og Marion þeir eru gjörsamlega staðnaðir karakterar og það þarf að hjálpa þeim til að þroskast.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 189277
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.