Jólin byrja á bókmenntakynningu hjá MFÍ K

 Í mínum huga hefst undirbúningur jólanna á bókmenntakynningu hjá MFÍK. Þannig hefur þetta verið í mörg ár. Það er því orðin hefð, jólahefð. Rithöfundaflokkurinn í ár var fjölbreyttur. Og skemmtilegur. Höfundarnir
í ár vor:

Kristín Steinsdóttir með Vonarlandið

Úlfhildur Dagsdóttit með Myndasagan

Elísabet Jökulsdóttir með Enginn dans við Ufsaklett

Margrét Marteinsdóttir og Rakel Garðarsdóttir með Vakandi veröld - ástaróður

Guðrún Hannesdóttir með Slitur úr orðabók fugla

Ármann Jakobsson með Síðasti galdrameistarinn

Olga Makelova með Ljóð, birt og óbirt

Það er alveg ótrúlegt hversu miklu skáldin gátu komið til skila á þeim nauma tíma sem þeim var gefinn. Mig langar til að lesa allar þessar bækur og mun gera það. 

Ég vil ekki og get ekki gert upp á milli bókanna sem kynntar voru og þarf þess ekki, því þær voru svo ólíkar. Ég get þó ekki stillt mig um að tala um ljóðin.

Guðrún Hannesdóttir yrkir lágstemmd ljóð en þau eru oft hvöss og nístandi. Þannig eiga ljóð að vera.

Ljóðin hennar Elísabetar voru um nöturlegt tilhugalíf og  við ofbeldismanns.  Það sem gerði þau enn sorglegri var þó að allur salurinn hló þegar nöturleikinn var hvað mestur. 

En ég hef lesið ljóð eftir báðar þessar skáldkonur svo þær komu mér ekki á óvart. Það gerði aftur á móti skáldið Olga Makelova sem er frá Moskvu. Það var gaman að hlusta á hvernig hún gat hugsað sér öðru vísi bernsku, nokkrar tegundir út frá íslenskum veruleika og smellin ljóð hennar ort beint inn í íslenska ljóðahefð. 

En það var samt umgjörðin sem MFÍK konur sköpuðu sem gerðu þetta allt svo notalegt. Og magnað. Nú mega jólin fara að nálgast mín vegna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 189007

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband