Veggirnir líta til með þér

image

Ekki veit ég hvort veggirnir hafa eyru en hitt veit ég, að þeir hafa andlit. Í nokkur ár hef ég setið yfir í prófum í Háskóla Íslands. Þetta er árvisst, ef það er hægt að komast þannig að orði um það sem á sér stað tvisvar á ári. Nú eru jólapróf og það er spenna í loftinu. Þetta er skemmtileg vinna sem ger


ir manni gott. Það felst hollusta í því að umgangast ungt fólk, ég tala nú ekki um þegar maður nær að vera með því á mikilvægum augnablikum í lífinu. Og próf eru mikilvæg augnablik í lífinu. 
Þegar ég lít yfir stofuna eftir að allir eru komnir að vinnu fæ ég einhvers konar dèjá vu tilfinningu. Þetta minnir eitt augnablik á rósemdina í fjárhúsunum þegar búið var að gefa á garðann, ærnar höfðu raðað sér að jötunni. Ekkert heyrðist nema maulið í kindunum sem tuggðu tugguna sína.

Í dag hef ég verið í tveimur byggingum, Lögbergi og Öskju. Þegar ég er ekki að horfa á nemendurna horfi ég á veggina. Þeir tala til mín og ég hlusta. Í Lögbergi eru tvær myndir í prófstofunni. Önnur er í björtum litum, hin í dimmum. Sú bjarta er af hóp vopnaðra manna, en á milli þeirra gengur ungt glæsimenni með þríhyrndar hatt. Ég veit ekki hvort hermennirnir eru að gæta hans eða taka hann fastan. Mér dettur strax í hug Jörundur konungur okkar Íslendinga sem kenndur er við hundadaga. Á hinni myndinni, þeirri myrku, er hópur þrekvaxinna karla. Fyrir miðju er gráhærður öldungur og hann er sá eini sem situr. Einn í hópnum les af blaði. Það er drungaleg stemmning, líklega er þetta fundur, Kópavogsfundurinn? Ég veit ekkert um þessar myndir, allt sem ég segi um þær eru getgátur. Þær eru merktar S. A. Ég held að þær séu eftir Snorra Arinbjarnar, það er líka getgáta.

Veggirnir í Lögbergi eru líka serstakir, myndverk á sinn hátt. Steyptu burðarveggirnir eru eins og þeir hafi verið steyptir í bárujárnsmóti. Steypan er látin halda sér eins og hún kemur úr mótinu, hún er gróf og það stirnir á svarta steinmylsnu. Þessir veggir setja svip á bygginguna úti og inni. 

Ég veit ekki hvort nemendurnir höfðu nokkurn áhuga á veggjunum og ég hef heldur ekki hugmynd um hvernig þeim gekk. Vona að þeim hafi gengið vel. Vona alltaf að þeim gangi vel.

Þessir nemendur voru ekki tilvonandi lögfræðingar heldur í allt öðru fagi. Kannski voru þeir í fyrsta skipti í þessari stofu eins og ég. Ef þetta hefðu verið lögfræðingaefni hefði ég getað spurt þá um myndirnar og veggina.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband