Karitas:Leikritið var betra en bókin

Sá Karitas í Þjóðleikhúsinu í s.l laugardag og var svolítið kvíðin. Og nú ætla ég að útskýra hvers vegna.

Ég held að það sé hægt að segja að bókin Karitas án titils, sé kvennasaga. Hún fjallar um konur á 20. öld í sögulegu ljósi. Fátæk ekkja tekur sig upp með börnin sín fimm, hún vill finna stað þar sem henni gefst færi á að ala þau upp og koma þeim til mennta. Það tekst, þau menntast öll til hefðbundinna karla- og kvennastarfa. Öll nema Karitas, dóttirin sem er miðdepill sögunnar er. Hún er sérstök. Hugur hennar stendur til lista og með hjálp efnaðrar velgjörðarkonu tekst henni að menntast líka. Hún lærir dráttlist og ætlar að helga sig listinni. En þá kynnist hún ástinni. 

Þegar ég las  Karitas á sínum tíma, féll mér ekki bókin. Ég veit hver ástæðan var, mér fannst söguþráðurinn ósannfærandi og fólkið lifnaði ekki við. Mér þótti þetta miður því bókin fjallaði um efni sem mér var hugleikið, auk þess hrifust flestir vinir mínir af bókinni og mér leið hálfpartinn eins og svikara.

Því kom mér það mér þægilega á óvart í gær þegar ég sá leikgerð sögunnar að nú gekk allt upp. Persónurnar lifnuðu við og söguþráðurinn sem mér fannst áður ósannfærandi var eins og lífið sjálft. Þetta var frábær sýning, allt var hrífandi. Sviðið var listaverk, það var eins og ég tæki andköf þegar tjaldið var dregið frá, búningarnir voru fallegir og framsögn leikaranna á texta til fyrirmyndar. Það er langt síðan ég hef  farið í leikhús þar sem ég hef skilið hvert einasta orð. Leikhópurinn í heild var skemmtilega samstæður og skilaði vel sínu. Ég vil þó sérstaklega nefna leik Brynhildar Guðjónsdóttur sem bar upp sýninguna. Aðrir leikarar skiluðu vel sínu og vil ég þar nefna Ólafíu Hrönn sem lék hina traustu frænku í Öræfunum. Hún var eins og klettur en hún var um leið andinn sem lét allt blómstra.  Og svo var auðvitað gaman að horfa á ,,fallega manninn" Björn Hlyn Haraldsson, þó ég skildi hann ekki, skildi ég vel að listakonan yrði ástfangin af honum.

Þetta er góð sýning. Takk Harpa Arnardóttir leikstjóri og þið öll. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 188994

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband