24.9.2014 | 22:23
Þess vegna hleyp ég
Í hvert skipti sem ég fer út að skokka lofa ég sjálfri mér að pína mig ekki, taka þetta rólega, vera góð við sjálfa mig. Og í hvert einasta skipti (næstum) svík ég sjálfa mig. Metnaðurinn tekur ráðin af mér en ég tek ekki eftir því, hugurinn er annars staðar og ekki alltaf þar sem ég vil að hann sé. Mér hættir til að detta inn í gagnlausar vanahugsanir. Þær eru gjarnan bundnar við staði, ekki meira um þetta í bili.
En í dag var gaman. Eftir u.þ.b. sex kílómmetra (af átta) vissi ég allt í einu af hverju ég hleyp. Það er vegna þess að stundum, þegar vel gengur, rekst ég á stelpurnar sem ég einu sinni var, sem ég týndi síðan.
Nú skil ég betur af hverju karlmennirnir horfa á fótbolta.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 67
- Frá upphafi: 188995
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.