Ýmislegt um risafurur og tímann:

Sumariđ hefur veriđ ódrjúgt til bóklestrar, ég veit ekki hversvegna en bćkur hafa ekki kallađ á mig. Ţćr hafa a.m.k. ekki veriđ hávćrar. Hef veriđ ađ takast á viđ ađ lesa Illsku eftir Eirík Örn Norđdahl. Sú bók er ekki beinlínis góđ koddalesning (rúmt kíló) og svo er efniđ heldur engin léttavara. Auk ţess ól ég á efasemdum um efnistök bókarinnar. Meira um ţađ seinna ţví ég gerđi hlé á lestrinum til ađ undirbúa mig fyrir fyrsta bókakvöld ,,lestrarfélagsins"  sem verđur á morgun.

Viđ höfđum ákveđiđ ađ lesa tvćr bćkur eftir Jón Kalmann, Ýmislegt um risafurur og tímann og Snarkiđ í stjörnunum. Ţá síđari hafđi ég lesiđ og ţarf bara ađ rifja upp. Bókina um Risafurur og tímann, hafđi fariđ ólesin upp í hillu. Ég veit ekki hvers vegna.

Ţađ var svo sannarlega léttir ađ skipta Illsku út fyrir Risafururnar, hún er léttari í hendi og frásögnin bókstaflega svífur.  Ţetta er saga frá hugarheimi 10 ára drengs sem fer í heimsókn til afa síns og ömmu í Stavanger en ţrćđir í frásögninni liggja bćđi inn í framtíđ og fortíđ. Stundum er hćgt ađ lesa textann eins og ljóđ. Ţótt frásögnin hoppi eins og síkvikur hugur, myndar hún heild og segir sögu. Ţetta er saga um fólk, örlög. En ţađ er ţannig međ ţetta fólk, eins og fólkiđ í lífinu, ađ mađur fćr aldrei ađ vita allt um ţađ og ţađ kannski eins gott ađ gera sér grein fyrir ţví. 

Drengurinn í ţessari bók lifir í frjóum hugarheimi sem hann skapar jafnóđum. Ţar dvelja međ honum ýmsar persónur sem hann velur sér og sumar eru ekki af ţessum heimi heldur úr bókum. Bítlarnir gera innrás og svo eru persónurnar sem hann kynnist á mörkum ţess mannlega og ćvintýralega. 

 Ţessi bók kom út 2001 og kannski hefđi veriđ öđru vísi ađ lesa hana ţá, ţađ er svo mikill hrađi á öllu og mér finnst vera einhver krafa á mig ađ lesa bćkur jafnóđum og ţćr koma út. Ţess vegna fresta ég ţví oftast. Bókin minnti mig á ađra bók sem ég las um leiđ og hún kom út. Populär musik i Vittula eftir Mikael Niemi. Ţađ er einhvers konar klökkvi sem einkennir ţessar bćkur, mađur uppgötvar ađ tíminn stendur ekki kyrr og mađur syrgir. 

Ég man eftir ţessari hugsun frá sjálfri mér ţegar ég var barn en ég var reyndar mun jarđbundnari en drengirnir sem Jón Kalmann og Mikael Niemi lýsa. Líklega hef ég veriđ líkara Hjalta litla í bókum Stefáns Jónssonar. Af hverju voru bćkur Stefáns flokkađar sem barnabćkur? Eiginlega er Ýmislegt um risafurur og tímann barnabók.

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 188995

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband