11.8.2014 | 17:24
Skömmin bítur fórnarlambiđ, ekki hinn seka
Ég veit ekki hvort hún vinkona mín gerđi sér grein fyrir hvađ hún var ađ leggja á mig, ţegar hún rétti mér bókina: Hägring 38 eftir Kjéll Westö. Ţessa bók verđur ţú ađ lesa, ţú verđur enga stund.
Ég var ekki fljót ađ lesa ţessa bók, hún er kannski á léttu máli en efni hennar er engin léttavara. Hún gerist í Helsingfors 1938 og segir frá lífinu nokkurra menntađra sćnsktalandi Finna, sem hafa haldiđ saman síđan á námsárunum. Ađalpersónur bókarinnar eru lögfrćđingurinn Clace Thune og nýráđinn ritari han, frú Wiik. Clace er frjálslyndur og vel meinandi. Í upphafi vitum viđ lítiđ um frú Wiik en ţađ slćr mann hvađ stéttamunurinn er afgerandi og útilokar eđlileg samskipti. Wiik á sér fortíđ sem hún segir ekki frá ţegar hún er ráđin og lesandinn fćr vitneskju um smátt og smátt. Ţađ er eitt af ţví sem gerir ţessa sögu spennandi. Hitt sem viđheldur spennunni er ţrúgandi ástand heimsmálanna, sem ,,vinirnir" hafa skiptar skođanir á. Ţađ er sem ţrengt sé ađ úr mörgum áttum. Annars vegar er óuppgerđ fortíđ borgarastyrjaldarinnar hins vegar framtíđ stríđs. Ţađ er ţegar búiđ ađ finna fórnarlömb og réttlćtingu.
Međan ég las fylgdist ég međ fréttum af stríđsátökum stríđanna ,,okkar" og velti fyrir mér hvort ţađ vćru einhverjar hliđstćđur ađ finna. Mér fannst svo vera.
Viđ erum alltaf ađ sjá ţess dćmi, hvernig skömmin bítur fórnarlamb sitt en ekki ţann seka. Ţetta er undarleg mótsögn.
Ţetta var sem sagt ekki beinlínis létt sumarlesning eins og ţađ er orđađ. Ţađ sem mér fannst bókin segja skírast var ţetta. Ţađ er stöđug viđleitni hins seka, gerandans, ađ reyna ađ koma sökinni yfir á fórnarlamb sitt. Umhverfi sem umber ofbeldi er samsekt. Ég ţekkti ekki höfund ţessarar bókar en hef nú lesiđ mér til.
Ég mćli međ ţessari bók.
Um bloggiđ
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu fćrslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsiđ
- 19.6.2023 Ţađ er svo gaman ađ vera vondur
- 18.6.2023 Ferđ til Skotlands og Orkneyja
Fćrsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 189003
Annađ
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.