Hrossakjöt í matinn

Við, ég og maðurinn minn, höfum nú verið gift í 37 ár. Mér fannst ástæða til að halda upp á þetta, svona af því að ég mundi eftir því. Hvernig á fólk sem hefur verið gift i 37 ár að gera sér dagamun? Málið hafnaði á mínu borði. Eftir að hafa velt fyrir mér ýmsum möguleikum, ákvað ég að matreiða hrossakjöt. Ég trúi því nefnilega sjálf að þannig hafi ég unnið hug hans a sínum tíma. Pönnusteikt hrossakjöt með sveppum og rjómasósu, það gerði lukku. Þetta passaði mínum efnahag.

i dag keypti ég að vísu folaldakjöt og matreiddi það sem róstbíf, framúrskarandi. Meðlætið var það sem á sænsku gengur undir nafninu slottspotatis. 

Drengurinn sem afgreiddi mig í Nóatúni í dag hélt reyndar að trippakjöt væri af eldri dýrum en hrossakjöt og þakkaði mér fyrir fræðsluna um, folald, trippi, hross. Ég held að hann hafi meinað það í alvöru. 

Þetta var sem sagt fullkomin máltíð, en er ástæða til að halda upp á afmæli sem enda á 7 ?

Það var Hjördís Hákonardóttir sem gaf okkur saman (ég spurði hvort ekki væri hægt að fá konu). Það gekk vel og á eftir fórum við í bíó, Pasólíni. Við vorum hvort sem er búin að fá barnapössun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 190364

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband