Gunnarshólmi er staður í hjartanu

Síðastliðna helgi fór ég með hópi ferðafélaga um Suðurland. Það var rigning og slagveður en það kom ekki að sök þvi það var margt að sjá og það sem ekki sást vegna vöntunar á útsýni, var til varðveitt í hugskoti okkar, í bókum og í ljóðum. Í Fljótshlíðinni var kvæði Jónasar, Gunnarshólmi lesið (innanhúss) og síðan var ekið í skoðunarferð, í leit að Gunnarshólma. 

Nú er það þannig með Gunnarshólma að margir hafa skoðun á þvi hvar hann sé en fáum ber saman um staðsetningu hans. Í kvæðinu segir:

Þar sem að áður akrar huldu völl

ólgandi  Þverá fellur yfir sanda.

Sólroðin líta enn hin öldnu fjöll

árstrauminn harða fögrum dali granda.

Flúinn er dvergur, dáin hamratröll,

dauft er í sveitum, hnípin þjóð i vanda.

En lágum hlífir hulinn verndarkraftur

hólmanum, þar sem Gunnar sneri aftur.

Þannig endar Gunnarshólmi. Og i gær þegar ég hlustaði á kvæðið flutt við lag Þórðar sonar míns. Það var í Hannesarholti, á vegum Listahátíðar. Flutninginn annaðist Tríóið Sírajón og það var Ingibjörg Guðjónsdóttir sem söng. Allt í mér einu, að enginn hefði skilgreint Íslendingseðlið, þjóðarsálina, betur en Jónas Hallgrímsson. Gunnarshólmi er táknmynd þess sem heldur saman þessari þjóð. Grasblettur á auðum söndum. Hann flæmist til og frá eftir því sem árstraumurinn fellur. En stöðugt verður til nýr bali sem gæti verið  bletturinn, hólminn, þar sem Gunnar nam staðar og leit upp til Hlíðarinnar. Gunnarshólmi er staðsettur í hjarta Íslendingsins, ef til vill bara þar. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 189003

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband