Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur: Einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu flokkast víst ekki undir ævisögu þótt kveikjan að henni sé ævisögubrot ritað upp eftir gamalli konu sem segir frá. Guðrún er þá, að talið er, komin á níræðisaldur. Henni er greinilega mikið niðri fyrir og hún hefur frá mörgu að segja. Sagt er að Sigfús Jónsson hreppstjóri hafi skráð frásögn hennar þegar hún var gestkomandi að Syðra- Laugalandi í Öngulstaðahreppi. Það erfitt að ráða í hvað honum gekk til, fannst honum þetta merkilegt eða var hann að gera grín að gömlu konunni. Ekki er þó vitað með vissu hvort hann skráði þetta eður ei.
Höfundur bókarinnar notar þessa frásögn sem undirstöðu í rannsókn sína. Við fáum að kynnast Guðrúnu og aðstæðum hennar. Hún fæddist árið 1759 og dó 1842, þetta er því ekki bara 18. aldarsaga. Meginhluta ævi sinnar vann hún hjá öðrum. Það er enginn kengur í henni eða barlómur, sýnist mér. Hún virðist vera óhrædd, leitar réttar síns og tekur stórt upp í sig. Þrátt fyrir erfiðisvinnu, basl og mikil vonbrigði með manninn sem hún féll fyrir, sé ég ekki betur en að hér fari stolt kona. Ef henni væri augnablik kippt inn í nútímann og lýst með tungutaki dagsins í dag mundi ég segja að þarna færi kona með sterka sjálfsmynd sem stæði með sjálfri sér.
Þó vitneskja okkar sé lítil um líf vinnufólks þessa tíma og það sé erfitt að ímynda sér hvernig því leið á þessu dekksta tímabili í sögu þjóðarinnar. Höfundur bókarinnar, Guðný Hallgrímsdóttir, opnar okkur glugga til að horfa á líf einnar konu. Þannig sjáum við óbeint líf margra. Bókin er spennandi og örlög konunnar sem var send í vist 12 ára gömul, var svikin og lítilsvirt af manninum sem hún giftist er grípandi. Sérstaklega finnst mér frásagan af því hvernig hún reyndi að hafa drenginn sinn hjá sér átakanleg.
Það er mikill fróðleikur í þessari bók og á meðan að ég las hana dáðist ég að því, hversu mikið er til af skráðum heimildum frá þessum tíma. Það hefur ekki verið lítið starf hjá prestunum að heimsækja hvert heimili tvisvar á ári og skrá það sem þeim fannst um kunnáttu og karakter sóknarbarna sinna. En hvernig skyldi það nú hafa verið að fá þessar heimsóknir?
Mikið fannst mér gaman að lesa þessa bók.
Guðrún Ketilsdóttir dó árið 1842, það er auðvelt að muna það fyrir mig því 100 árum seinna fæðist ég. Í raun er það ekki langur tími en mikið höfðu kjör fólks batnað, þó vissulega væri margt ógert og sé enn, með tilliti til sómasamlegrar stöðu verkafólks.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 188997
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.