Bókin, Einhvers konar ég, kom út 2003 og ég er fyrst að lesa hana núna. Hún var talsvert í umræðunni þá, eins og vera ber, og ég ætlaði að bíða af mér áhrif bókmenntaumræðunnar og lesa hana í næði. Síðan eru liðin 11 ár.
Þetta er ánægjuleg lesning. Fullorðinn maður rifjar upp bernsku sína og í gegnum hann fær lesandinn að kynnast kotrosknum strák og horfa á veröldina eins og hann sér hana. Stundum á þessi litli drengur bágt en við fáum þó meira að fylgjast með ríkidæmi hans, finnst mér. Ég var sérstaklega snortin af afstöðu höfundar til þessa litla drengs, hann langar til að taka hann í fangið og vera góður við hann. Ég ætla ekki að reyna að endursegja þessa sögu, bara koma því á framfæri við lesanda minn, að ef hann er ekki búinn að lesa bókina þá er ekki skynsamlegt að draga það eins lengi og ég gerði.
Bókin, Ég ef mig skyldi kalla: Seinþroskasaga, kom út 2008 er allt öðru vísi bók. Kannski er ekki rétt að lesa þær hvora á eftir annarri með svona stuttu millibili. Ég held að það hafi verið ástæðan til að ég varð hálft i hvoru fyrir vonbrigðum (reyndar var bókavörðurinn búinn að aðvara mig, og sagði þú skalt ekki vera að taka þær saman, en ég skildi hann ekki).
Þetta er sem sagt allt öðruvísi bók. Hún er eins og þættir, það er næstum eins og blaðamaðurinn, Þráinn taki viðtöl við listamanninn Þráinn og forvitnist um hans líf, svona til að lesandinn (ég) fræðist um lífshlaup hans.
Eftir að hafa sætt mig við að efnistök höfundar voru önnur en í fyrri bókinni um sömu persónu, las ég hana mér til ánægju. Hún hentar mér reyndar að vissu leyti vel, með þægilega stóru letri og myndum. Nú þegar aldurinn færist yfir mig og sjónin versnar, finnst mér það ótrúlega mikill kostur. Mér finnst merkilegt hvað þessu er lítill gaumur gefinn, miðað við að þessi hópur lesenda (neytenda) fer ört stækkandi. En aftur að bókinni. Það er margt hnyttið í þessari bók og skyldi engan undra sem hefur séð kvikmyndir sama höfundar. Í þessari bók fannst mer skemmtilegast að að lesa vangaveltur höfundar um lífið og tilveruna. Það var gefandi.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.