Om man ännu finns:Rose Lagercrantz:Lítil bók um mikil örlög

Í bókinni OM MAN ÄNNU FINNS segir Rose Lagercrantz frá síðustu dögum móður sinnar. Gamla konan á ekki afturkvæmt á heimili sitt eftir beinbrot. Dótturinni, sem heimsækir hana og dvelur hjá henni löngum stundum á hjúkrunarheimilinu, finnst erfitt að horfa upp á hvernig hún hefur tapað lífslönguninni og visnar brott. Hún hugsar um heiminn sem heiminn sem hverfur með henni. Móðirin, Ella, er gyðingur og ein af þeim sem lifði af. Reyndar eru báðir foreldrar hennar gyðingar sem höfnuðu í Svíþjóð. Þau vilja eða geta ekki talað um það sem gerðist svo dóttirin verður að sætta sig við að alast upp i sögulausu umhverfi og það sem hún veit á hún erfitt með að útskýra. Hvernig á hún að koma því til skila að móðir hennar sé eiginlega rúmensk eða ungversk og pabbinn frá Prag og það sé þess vegna töluð þýska á heimilinu? smátt og smátt púslar hún saman sögu foreldra sinna með því að spyrja og með því að hlusta á ættingjana sem lifa enn.  

Leit Rose Lagercrantz minnir um margt að leit ættleits barns að uppruna sínum. Hún er í raun að leita að sjálfri sér. Samtímis stendur hún frammi fyrir ógninni af fallvaltleikanum, það voru svo margir sem dóu og og foreldrar hennar voru svo nærri því að hljóta sömu örlög. Móðir hennar lýsir því hvað eftir annað yfir að hún sé ekki viss um að hún sé til. Ættingjarnir, þeir sem sluppu, búa víðs vegar um heiminn, þeir eru flóttafólk, þeir munu aldrei snúa heim. Rose leggur sig eftir að halda sambandi við þessa ættingja, þannig fær hún söguna og þannig verður hún húm. 

Þetta og margt fleira leitar á huga höfundar um leið og hún fylgist með móður sinni bíða dauðans. Um leið hugsar hún um eigin hamingju því hún hefur átt gott, verndað og ríkt líf. 

Það er merkileg tilviljun að rekast á þessa bók rétt um leið og ég var að ljúka bók Þórunnar Erlu og Valdimsrsdóttur, þar sem hún er í raun að fylgja móður sinni síðasta spölinn. Báðar eru þær (finnst mér) að leita svara við sömu spurningunni: Hver er ég? Eða er spurningin hvernig varð ég, ég? Þórunn með frændgarðinn allt í kring um sig en Rose Lagercrantz með stórar eyður. Mér verður hugsað til fólksins míns sem er farið. Er kannski komið að mér að setja eitthvað á blað?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 188995

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband