Um ríkt og fátækt fólk:Sagmameistararnir Isabel Allende og Einar Kárason segja sögur af fólki

Ég var að ljúka við bók eftir Isabel Allende, Mynd örlaganna (2001). Það var bókaklúbburinn minn sem réði því að sú bók skyldi lesin nú. Ávinningurinn af því að vera í bókaklúbb er að þá fær maður ekki alltaf að ráða. Ég hef lesið nokkrar bækur eftir Allende en ekki þessa. Ég veit ekki af hverju ég tók mér Allendefrí því ég hafði alltaf kunnað að meta hana. 

Bókin gerist á seinni hluta 19. aldar. Sögusviðið er Kalifornía og Chíle. Allt í einu er manni kippt inn á sögusvið sem maður veit ekkert um og það skemmtilega við þetta er að maður vissi ekkert fyrr en maður stendur frammi fyrir því. Það kannast sjálfsagt flestir við bandaríska frelsisstríðið, borgarastyrjöldina og Kyrrahafsstríð Japana og Bandaríkjanna en hversu mikið vita menn um frelsisstríð Chile, Kyrrahafsstríð þeirra (við Perú og Bólivíu) og um borgarastyrjöldina sem kom í kjölfarið. Ég var að minnsta kosti ófróð um allt þetta og þurfti að lesa mér til. 

 En þótt þetta sé á vissan hátt söguleg skáldsaga fjallar hún fyrst og fremst um fólk, aðallega kvenfólk. Þetta er bók um vel stætt fólk. Pálína del Valle, amma aðalpersónunnar Auoru del Valle, er vellauðug. Móðir Auoru er að vísu hálfur Kínverji, en það fólk er líka þegar hér er komið sögu, vel stætt (þetta fólk kemur fyrir  í fleiri bókum Isabel en þó ekki í sömu tímaaröð og bækurnar koma út). Fátæktin er þó vel sjáanleg í þessari bók, fátæklingarnir eru í útkanti sögusviðsins, hórur, indíánar og vinnufólk. Ég er ekki að tala um þetta af því mér finnist það vera ljóður á bókinni, heldur til að lýsa henni. Hún er ekki eins og bókin um Jesúsu sem bókaklúbburinn las síðast.

Þetta er mögnuð bók. Hún fjallar um ástir og auð, undarleg örlög og fjölskylduflækjur. Isabel Allende er sagnameistari af guðs náð, fyrst og fremst sagnameistari. En í þessari bók fannst mér þó eitthvað vanta á að flæðið sem ég hafði vanist í fyrri bókum hennar næðist. Ósjálfrátt velti ég fyrir mér hvort henni væru mislagðar hendur eða það væri þýðingin sem yllu þessu.

Rétt þegar ég hafði lokið lestrinum, datt ég inn á Einar Kárason að lesa Djöflaeyjuna á RÚV. Þar var á ferðinni annar sagnameistari og snillingur. Þau eru á margan hátt lík nema Isabel skrifar um ríkt fólk, aðallega konur, Einar skrifar um fátæklinga og aðallega karla. Það sem tengir þau er að  þau elska að segja frá, segja sögur. Og þau kunna það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 189894

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband