Svar við bréfi Helgu: Hvað hefði Jón Sigurðsson gert í sambandi við skuldaniðurfellingu

Helga mín, ég var búin að lofast til að segja þér hvað Jón Sigurðsson hefði gert í sambandi við skuldaleiðréttingarmálin, en ég hafði ekki tíma til þess i gær af því ég var að fara að sjá Hús Bernhörðu Alba.

Mér finnst við Íslendingar höfum lært of of lítið af því hörmulega máli. Þá var afkomu fólks ógnað vegna plágu sem herjaði á sauðfé, en sauðfjárrækt var þá undirstöðuatvinnuvegur. Valið stóð á milli þessa að skera niðurskurðar eða lækninga. Jón aðhylltist lækningaleiðina enda voru á þeim tíma komin lyf og hann fékk til liðs við sig menntaða ráðgjafa (danska dýralækna).Niðurskurður var harkaleg aðgerð sem kom illa við fjárhag landsmanna. Inn í þetta fléttaðist ágreiningur um hvernig féð hefði smitast. Þjóðin sem á þessum tíma útleggst efnaðir karlmenn skiptist sem sagt í tvær fylkingar og því lauk svo að Jón og lækningamennirnir urðu undir. 

Nú kannt þú að spyrja , Helga mín, hvað þetta hafi með skuldaniðurfellingu að gera en mér finnst augljóst að Jón sem var á móti niðurskurði hefði ekki viljað fara þá leið, hann var lækningamaður og fé er fé þótt það séu skuldir. Hann hefði kosið að greina vandann og lækna hann. Í hans tilviki var það að kenna landsmönnum að baða fé en þeim fannst það vesen alveg eins og við viljum ekki nú hlusta erlenda ráðgjafa sem telja að við eigum ekki stöðugt að púkka upp á skammtamalausnir. Mér finnst sem sagt nú, 1. desember gott að hugsa til Jóns og hvað hann hefði gert. 

Og að lokum, fannst leiksýningin góð. Þetta er ljót saga um kúgun sem þrífst í skjóli innilokunar og þröngsýnis. Andrúmsloftið er bæði kæfandi og þrúgandi. Leikstjórinn bætir leikhúsgestum það upp með því að bæta við köflum með vísunum í nútímann og ráðleggingum ef svo mætti segja sem fylla mann bjartsýni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 189907

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband